Fimmtudagur, 5.7.2007
Flísinn 2008
Verður nokkur á þessu balli?? Ég hélt að 99% þjóðarinnar væri í brúðkaupsveislu á þessum tíma... allavega ég.
Á næsta ári verður nýtt nafn komið á Lopapeysuballið..enda allir í flíspeysum... Flísinn 2008......
![]() |
Fjöldi unglinga stefnir á Írska daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 5.7.2007
Mark ársins?
Íþróttaheimurinn logar eftir atburði gærkvöldsins á Akranesvelli.
- Ég skoðaði mark ársins (so far) margoft í gær á myndbandi og mín upplifun er að þetta hafi verið slys.
Eftir að Bjarni skýtur boltanum í átt að markinu þá skokkar hann rólega inn að miðjunni á sitt varnarsvæði og mér fannst hann ekki einu sinni horfa á boltann þegar hann var á leiðinni að markinu. Leikmaður sem reynir að skora af þessu færi hlýtur að fylgjast grannt með framvindu mála á meðan boltinn er á leið að markinu.
Bjarni er sá eini sem veit hvort þetta var óviljaverk eða ekki. Ég trúi því ekki að hann hafi gert þetta viljandi.
Það eru margar kjaftasögu sem eru í gangi um það sem gerðist fyrir utan búningsklefana í gær. Menn lamdir og fúkyrði látin falla..
Gísli Gíslason fyrrum bæjarstjóri og núverandi formaður mfl. ÍA var í hlutverki sáttarsemjara og stóð sig bara vel að mér fannst.
Ég stóð fyrir utan girðinguna í um 5 metra fjarlægð og fylgdist með því sem gerðist. Bjarni fór fyrstur inn og Guðmundur Steinarsson náði að komast inn áður en hurðinni var lokað um stundarsakir. Bjarki Guðmundsson fyrrum markvörður ÍA og núverandi varamarkvörður Keflavíkur talaði hátt líkt og margir aðrir en ég held að þetta hafi ekki verið eins "heitt" og menn láta í veðri vaka.
Nokkrir leikmenn Keflavíkur gengu rólegir upp að vallarhúsinu en það voru fáir sem voru mjög æstir og reiðir að mér fannst.
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflavíkur sagði í sjónvarpsviðtali eftir leikinn að B. Guðjónsson hefði orðið sér til skammar "enn og aftur" og ég væri til í að fá nánari útskýringar hjá Kristjáni á því hvað hann átti við með "enn og aftur". Það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu á lokasprettinum í sumarfríinu.
![]() |
Bjarni þurfti lögreglufylgd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 5.7.2007
Hollendingar með lausnina?
Er þetta rétta lausnin?
Áttu Skagamenn að bregðast við með sama hætti og er sýnt í þessu myndbroti? Snillingur á ÍA spjallinu benti á þetta atvik...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)