Laugardagur, 18.8.2007
Eiríkur þriðji
Fjölmiðlamótið í golfi á Akureyri var vel heppnað þrátt fyrir að menn hefðu skilað sér seint inn eftir rástíma.. sumir voru um 6 tíma að klára Jaðarsvöll.. það er afrek..Að venju voru verðlaunin mun fleiri en keppendur....skál fyrir því.
Heilsan var þokkaleg í morgun þegar við Brynjar Gauti ljósmyndari vorum vaktir á gistiheimilinu kl. 9. "sharp". Þar fyrir utan stóð maður með posavél og var að rukka fyrir gistinguna.. góð tímasetning eða þannig...Þið hefðuð átt að sjá svipinn á stúlkunni sem opnaði fyrir okkur herbergið á föstudaginn þegar við komum á svæðið - bara eitt rúm? - hún brosti og spurði: "Viljið þið fá aukadýnu?,". Jebb - málið var þá dautt.
Verð að koma því að: Eiríkur Ásgeirsson blaðamaður á Fréttablaðinu verður framvegis nefndur Eiríkur þriðji...meira af því síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)