Mánudagur, 27.8.2007
Tré tapast og fréttir hverfa
Slatti af trjám sem hafa horfið í Heiðmörkinni...það er á fleiri stöðum þar sem eitthvað týnist..
Í morgun var áhugverð frétt á visir.is þar sem tekið var fram að Reynir Traustason ætti að starfa með Sigurjóni Egilssyni á DV.
Fréttin er ekki lengur á fréttavefnum?????? - skúbb dagsins var kannski bara eins og Internetið... bóla.
Uppfærsla...13:43: Reynir Traustason er ekki týndur.....skúbbið stendur sig og er ekki bóla. Gott mál...
![]() |
Telja að yfir 800 tré hafi tapast í Heiðmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 27.8.2007
Old school ...tveir góðir......
Afhverju fékk ég aldrei svona í jólagjöf?
Dominique Wilkins náði aldrei að slá í gegn því hann tapaði alltaf í samanburðinum við Michael Jordan - en þeir komu inn í NBA á svipuðum tíma. Wilkins var skemmtikraftur, og gat stokkið yfir heilu liðin áður en hann tróð boltanum í körfuna. En vann aldrei titil í NBA.......
Það voru fleiri leikmenn sem voru "heitir" á þessum árum í Atlanta Hawks... Spudd Webb að sjálfsögðu.. vann troðkeppnina og allt.. Aðeins 1,69 m. á hæð og vann troðkeppnina árið 1986. Körfuhringurinn er í 3,05 m. hæð. Spudd var maðurinn og á myndinni má sjá að hann var ekki með neitt harpix í lúkunum að reyna troða með "Einari" eins og svo margir aðrir í þessum hæðarflokki. Þess má geta að síðuhaldari er 1,83 m. þrátt fyrir að menn úr læknastétt hafi úrskurðað að 1,79 m. sé hin opinbera tala. Bölvað kjaftæði og ég gat líka troðið (með harpix, aleinn í húsinu, og oftar en ekki á minikörfunar)...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 27.8.2007
Sveittur hamborgari á raðgreiðslum
Afhverju datt mér þetta ekki í hug. Staðarskáli er að sjálfsögðu gullmolinn sem á eftir að auka hagnað N1 verulega á næstu áratugum.
Vegasjoppa dauðans - og allir sem hafa rennt sér með fjölskylduna inn á slíka staði vita að þar er verðlagið í takt við allt annað hér á Íslandi. Okur... Fiskur og franskar eða , sveittur hamborgari á raðgreiðslum og lítið gosglas á yfirdráttarvöxtum.
Núna fattar maður það afhverju strákarnir frá Rússlandi sem voru að spila körfubolta með okkur í gamla daga sátu úti í rútu og borðuðu nestispakka eins og góðir Norðmenn gera. Á meðan létum við hinir hafa okkur að fíflum í vegasjoppum út um allt land.....
Ekki skrýtið að matvöruverslanir og veitingastaðir á Íslandi auglýsi það sérstaklega að "nýtt greiðslukortatímabil" sé hafið. Alveg magnað..
Ætli það sé búið að selja Olíustöðina í Hvalfirði?, Botnskálinn er farinn., ég ætla að tékka á Ferstiklu.. það er góður bissness - allir hættir að fara í gegnum Hvalfjarðarrörið ekki satt? Ferstikla...það er málið enda er flest fólk fífl..
![]() |
N1 kaupir Staðarskála |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 27.8.2007
Það er ekki allt að fara til fjandans
Hver heldur því fram að allt sé að fara til fjandans í uppeldi barna á Íslandi? Var að lesa það í blaði allra landsmanna, Morgunblaðinu, að 3.400 kr. söfnuðust í hlutaveltu sem Arnar Ingi, 5 ára, Hekla Mist, 7 ára, og Alexandra Petrea, 7 ára, stóðu fyrir og Rauði krossinn fékk peningagjöfina. Þau hefðu getað keypt sér mánaðaráskrift að enska boltanum en í staðinn láta þau gott af sér leiða.
Selfoss er einnig með dugmikla krakka. Haraldur Gíslason, Guðmundur Bjarki Sigurðsson, Bjarki Leósson og Konráð Jóhannsson. Margrét Lea Haraldsdóttir, Anna Kristín Leósdóttir og Irena Birta Gísladóttir. Unnur Lilja Gísladóttir, Þóra og Sigrún Jónsdætur, Margrét og Steinunn Lúðvíksdætur og Katharína Jóhannsdóttir söfnuðu 50,500 kr. í verslunarrekstri í sumar og gáfu þau Stróki á Selfossi gasgrill. Strókur er félag sem er með ýmsa dagskrá fyrir fólk með geðraskanir. - Fimmtíuþúsundkall eru margir peningar en ég tek hattinn ofan fyrir svona snillingum..
Þessir litlu molar á bls. 24 í Mogganum í dag sýna að það er ekki allt að fara til fjandans á Íslandi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)