Grafalvarlegt ástand í Vesturbænum -

KR er í vandamálum - því er ekki hægt að neita. á vefsvæðinu krreykjavik.is er þessi pistill..... væri ekki hægt að lesa þetta sem næsta áramótaávarp eða eitthvað slíkt... málið er grafalvarlegt í Vesturbænum...

--- 

Veistu fyrir hvað KR stendur kæri leikmaður, þjálfari og stjórnarmaður? Veistu hvaða þýðingu það hefur að vera KR-ingur? Veistu hvaða máli KR skiptir fyrir okkur í Vesturbæ Reykjavíkur? Okkur sem höfum alist upp í Vesturbænum, æft í yngri flokkum félagsins og síðan mætt á leiki liðsins til að styðja það í sætu og í súru.

 

 

VIÐ ERUM KR! STUÐNINGSMENN KR!

Veistu?

Í hvert sinn sem þú klæðir þig í búning KR-liðsins, þennan svarthvítröndótta þá ertu ekki einn. Sérhver stuðningsmaður KR klæðir sig í búninginn með þér. Þú hefur hvern stuðningsmann félagsins á bak við þig. Sú eina krafa sem við gerum er að þú leggir þig fram, berjist fyrir félagið og getir stoltur gengið af velli.

Tap er ekki það versta í heimi. Uppgjöf er mun verri. Sérhver sigurvegari hefur tapað leik og það er óbeit hans á því tapi sem knýr hann áfram til sigurs. Vilji og löngun. Þegar þú klæðir þig í búning KR-liðsins þá skaltu vita að þú ert ekki sá fyrsti og verður ekki sá síðasti. Þú ert hlekkur í langri og gylltri keðju fyrrum leikmanna þessa félags, sem hafa margir gefið allt sitt í leikinn. Enn í dag munum við nöfn þeirra leikmanna sem gáfu allt í leikinn. Hin nöfnin eru skráð í sögu KR en okkur stuðningsmönnum gleymd. Það eru þeir sem hafa beinin, hafa viljan og hafa kraftinn sem lifa í hugum okkar.

Það eru forréttindi að vera KR-ingur. Ekki sjálfsögð forréttindi því þú þarft að vinna fyrir þeim, þú þarft að sinna þeim og síðan en ekki síst að minna þig reglulega á að þú sem KR-ingur hefur skyldum að gegna gagnvart félaginu. Vinna – sinna og minna!

Hvort sem stuðningsmaður eða þá ekki síður sem leikmaður, þjálfari eða stjórnarmaður ertu skuldbundinn af verkum genginna KR-inga. Þeir settu viðmiðin hátt. Þeir sköpuðu stærsta og mesta knattspyrnufélag landsins. KR. Við sem á eftir komum berum þær byrðar að ekkert annað en það besta dugir. Það eru erfiðar en ánægjulegar byrðar!

Leikmenn vinna leiki. Þjálfarar tapa leikjum og dómarar eyðileggja þá. Stjórnir koma og fara. Dómarar hafa ekki eyðilagt leiki okkar í sumar. Þjálfarar hafa ekki tapað leikjum okkar og leikmenn hafa ekki unnið leikina. Stjórnin ber aðeins ábyrgð á því að skapa mönnum og þjálfurum rétta vinnuumhverfi.

Stuðningsmenn KR hafa unnið margan leikinn í ár og án efa þá alla. Leikmenn liðsins hafa verið minntir á þýðingu þess að vera KR-ingur rækilega af stúkunni í allt sumar. En þeir hafa ekki hlustað! Hakan hefur verið rígnegld niður í bringuna og hlustin lokuð. Þetta verður að breytast!

Leikmenn og þjálfari KR-liðsins verða að hlusta á okkur. Okkur stuðningsmenn félagsins. Okkur sem svíður inn að beini slakt gengi liðsins, okkur sem líðum vítiskvalir við hvert mark á okkur, hvert misnotað færi.

Enginn efast um að knattspyrnumenn hafa þann metnað að leggja sig fram, að hafa vilja til að vinna. En í dag eru leikmenn KR-liðsins hræddir. Þeir eru hræddir við mistök, þeir eru hræddir við leikinn. Það á ekki að vera svo. Leikmenn KR eiga aðeins að hræðast einn hlut og það er; Hvernig við stuðningsmenn KR minnumst þeirra!

Þið leikmenn og þjálfari KR. Þið eigið skilyrðislausan stuðning okkar meðan þið klæðist svarthvítröndóttu treyjunni en munið það að þið fáið aðeins að klæðast henni til að uppfylla væntingar okkar og vonir. Þið hafið það í höndum ykkar að skapa ykkur nafn í minni okkar!

Þið hafið þrjá leiki!


Sleggjukast kvenna

Ég var að horfa á HM í frjálsum - sleggjukast kvenna. Stórkostlegt sjónvarpsefni. Ég dáist af þeim starfsmönnum sem sjá um að mæla köstin á þessum mótum í sleggju, kringlu og spjótkasti.

 Svona svipað og vera í marki í handbolta. Sem ég hef aldrei skilið.

Eins gott að þeir sem starfa við að mæla í sleggjunni séu með athyglina í lagi  - menn gera líklega bara ein mistök í þessu starfi? -

Ég var líka að velta því fyrir mér hvernig flöt á golfvelli myndi líta út ef sleggjan myndi lenda á flötinni eins og golfbolti. Það mynda varla duga að laga það með flatargaffli.? 

Annars hafa slys átt sér stað í spjótkastinu... ekki fyrir viðkvæma. 


Ha?

Ha ? Má allt í beinni útsendingu? Ég held að Dolli þurfi að undirbúa sig fyrir það að geta hlaupið hratt þegar hann kemur frá Japan....Eflaust einhverjir sem eru ósáttir...

Bloggfærslur 31. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband