Dúndur

Feðgaferð á leik Fram og ÍA reyndist skemmtun  - en fyrsti klukkutíminn var erfiður. Nammið búið hjá þeim yngsta og hann var búinn að setjast í alla stólana í VIP-stúkunni.. takið eftir því VIP.

Fór að sjálfsögðu í blaðamannaboxið og kannaði aðstæður.

Helv. flott hjá þeim í Dalnum.. og að sjálfsögðu var boðið upp á veitingar í hálfleik sem voru ekkert slor..

Fékk mér bara kaffi en Stella var ísköld á kantinum fyrir þá sem vildu. Var ekki með símann til þess að taka myndir en þær eru víst til.

Sá yngsti þurfti á klósettið í stöðunni 1:0 og við misstum af öðru marki Fram. Sá í þeirri ferð að einhver hefur VIPPAÐ yfir sig í fyrri hálfleik því að vaskurinn á karlaklósettinu var eins og ég man eftir þeim korter í þrjú í Logalandi á sveitaballi - allur útældur...

Það er ekki að spyrja að því...besti bjór í heimi er alltaf ókeypis og þá er bara að dúndra eins miklu í sig og hægt er... skemmtilegt að aðeins útvaldir fá að drekka bjór í þessu íþróttastússi hér á Íslandi.

Ég skrifaði um besta bjór í heimi þann 13. mars s.l. og þar minntist ég á þetta óréttlæti sem Íslendingar búa við hvað varðar aðgengi að áfengi á íþróttaviðburðum. Þetta er bara djók. Ég skora á einhverja aðila að taka sig saman og mæta með eina kippu af bjór í poka á alla helv. leiki í Landsbankadeildinni það eftir er tímabilsins.... og sjá hvað menn ætla að gera í þessum málum..

Sumir eru jafnari en aðrir í þessum efnum.. Jón múrari og Siggi málari fá ekki að komast í bjórinn en við sem erum í VIPPINU fáum bjór.. líklega verður mér aldrei hleypt í Fram-Vippið aftur en ég hef ekki áhyggjur af því á næsta ári... þeir verða líklega á Valbjarnarvellinum.....


mbl.is Skagamenn, Blikar og Fylkismenn sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópustaðall í sturtu

Staður og stund: Laugardalslaug, sturtuklefi, fyrir mörgum árum..

Ungur maður gerir sig klárann eins og aðrir, fer í sturtu... hann stendur þarna alveg spakur þegar einhver maður kemur að honum. Maðurinn horfir á unga manninn og mælir hann út  - hátt og lágt.

Ungi maðurinn verður hálfvandræðalegur..en þá horfir maðurinn aftur á hann og frekar miðsvæðis á líkama unga mannsins. Hvað er í gangi hugsar sá ungi.
Þá gengur maðurinn að sturtunni og horfir enn meira á miðsvæðið. 

"Fellur þetta sem hangir á þér undir Evrópustaðalinn?" var spurninginn sem ungi maðurinn fékk.. Og þessi er sönn.. það fylgdi því ekki hvort hann átti við að græjann væri of lítil eða of stór..


Rauðhærður Íri

Djöf.. getur maður verið heimskur.. ég hélt alltaf að Pete Doherty væri leikmaður Arsenal. Rauðhærður, írskur, vinstri bakvörður. Þessi sem vann keppnina um rauðhærðasta Íslendinginn á írskum dögum 2003...

Eins og ég hef lýst yfir áður er markmiðið að verða betri í slúðrinu og þetta er annað skrefið af 12 í þeim efnum.

E.S kattarkonan er búinn að fá húsnæði en hún var stödd á þessari rallkeppni í Finnlandi en þessi beygja virðist vera nokkuð erfið.


mbl.is Moss kallar Doherty „svikarottu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband