Laugardagur, 1.9.2007
Gerðu eins og þjálfarinn segir þér......
Þetta lið er magnað...duglegir leikmenn sem fara í einu og öllu eftir því sem þjálfarinn segir.
Ég þekki einn leikmann liðsins mjög vel, sá leikmaður hefur ALDREI farið að sofa fyrir kl. 22 á þessu ári, vaknað síðan kl. 8 til þess að fá sér morgunmat og fara í göngutúr... hvað er að gerast í þessu þjóðfélagi....unglingar sem fara eftir tilmælum..
Það er allt lagt undir, úrslitakeppni 4. fl. kvenna á Íslandsmótinu, fyrsta verkefnið gegn Stjörnunni gekk vel, 4:0, og Valur næst á dagskrá á sunnudaginn.
Úrslitaleikur um hvort liðið leikur um gullið á Íslandsmótinu.
Kvennaboltinni í blússandi sókna á Akranesi..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1.9.2007
Survival
Niðurtalningin er byrjuð.. 1. sept. ég hef því viku til þess að finna vetrarfatnað fyrir landsleikinn gegn Spánverjum þann 8. sept. Það er hálf öld síðan fyrst var leikið á Laugardalsvelli og ég býst við að þá hafi íþróttafréttamenn fengið að sitja inni einhversstaðar á vellinum.
Í dag er þetta rosalega svona "erlendis" hjá KSÍ. Alveg eins og í útlöndum..nema helv. hitastigið. Og ekki reyna að segja mér að þessi aðstaða sé á Ullevaal í Ósló. Þar hef ég verið og þar er boðið upp á hitalampa sem eru rétt fyrir ofan hausinn á blaðamönnum sem eru úti.. svona KFC hitalampar. (þar er komin skýringin á blettaskallanum).
Fréttamenn sem skrifa í blöð og á netmiðla sitja í gömlu heiðursstúkunni en ljósvakamiðlarnir fá toppaðstöðu uppi í rjáfri fyrir ofan nýju stúkuna.
Hálfri öld frá því að völlurinn var vígður er aðstaða íþróttafréttamanna verri en áður.. djöfulsins vitleysa..
Það verður fínt að sitja með fartölvuna í 4 stiga hita og rigningu, úti... grifflur, trefill, húfa, og þessi vetrargalli sem er á myndinni hér til hliðar eru hluti af Survival kittinu sem samtök íþróttafréttamanna hafa sett saman og munu félagsmenn fá þetta afhent fyrir leik - gegn 700.000 kr. greiðslu.
Að sjálfsögðu verður veitt vel í blaðamannastúkunni. XO koníak og kaffi, bjór sem búið er að opna úr VIPPINU og bara stuð..
Það er svo mikið "erlendis". Jea..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1.9.2007
Allt Matta Hallgríms að kenna
Skilaboðin eru skýr.. ströggl enn og aftur á þessu blessaða Tottenham liði sem hefur fylgt manni í marga áratugi. Kannski er þetta allt Matthíasi Hallgrímssyni að kenna. Hann sem þjálfari 6. fl. rétt eftir 1970 sagði ávallt í upphafi æfinga. "Þeir sem halda með Tottenham fá sér bolta og leika sér frjálst í nokkrar mínútur, hinir hlaupa 3 hringi í kringum malarvöllinn." Snilld...
Í skoðanaglugga hér til hliðar er spurt að því hvort lífið sé of stutt til þess að halda með Tottenham? Ég veit það svei mér þá ekki.. Martin Jol verður kannski á lausu á næstunni og tekur við KR?
![]() |
Liverpool í toppsætið eftir 6:0 sigur á Derby |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)