Föstudagur, 21.9.2007
Ekkert sérstakur á gítar en þetta lag er erfitt

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 21.9.2007
Næstum því alvöru viðtal við Mourinho
Mourinho verður ekki lengi atvinnulaus. "Hr. Hroki" eins og margir hafa kallað hann. Ég rakst á Mourinho eftir landsleik á Laugardalsvelli sumarið 2004, í Baldurshaganum, undir stúku Laugardalsvallar. Man ekki alveg eftir hvaða leik það var, líklega 3:1-tapleikinn gegn Búlgaríu þar sem að snillingurinn Dimitar Berbatov skoraði tvívegis.
Hann var ljúfur sem lamb og ég spurði hann um Eið Smára, íslenska landsliðið og eitthvað fleira. Hann var kominn á flug og ég var sá eini sem hafði komið auga á hann.....spennan í hámarki..einkaviðtal við Múra..nei, nei,
Viðtalið rann út í sandinn þegar Auðun Blöndal birtist þarna með Sveppa á upptökuvélinni. Mourinho hafði ekki húmor fyrir þeirra spurningum og hann yfirgaf svæðið án þess að kveðja......
Þetta eru einu samskipti mín við Mourinho fram að þessu en gaurinn er elskaður af bresku pressunni.. enda talar hann í fyrirsögnum........ég vona að hann taki við enska landsliðinu..
![]() |
Mourinho: Bíð við símann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)