Miðvikudagur, 26.9.2007
Blúbber frá Bylgjunni
Ég ætla að óska útvarpsstöðinni Bylgjunni til hamingju með gott framtak. Þeir eru stórhuga og ætla sér að vera með stórt golfmót fyrir Íslendinga á Englandi.
Í þessari auglýsingu er stiklað á stóru hvað er í boði í þessari ferð.
(ætla ekki að telja upp villurnar í auglýsingunni, en þær eru margar)
Það vekur athygli í auglýsingunni að veitt verða glæsileg verðlaun á Bylgjumótinu fyrir þá sem leika best, með og án forgjafar.
(50 þúsund króna gjafabréf frá Smáralind og 20 þúsund krónur í peningum frá Bylgjunni.)
Hugmyndin er góð en ég er ekki viss um að þeir geri sér grein fyrir því að samkvæmt áhugamannareglum þá er þetta bannað.
Áhugamaður í golfi má ekki veita viðtöku verðlaunum, sem eru greidd út í peningum eða ávísun á peninga. Bingó.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 26.9.2007
Ekkert núll og nix
Leikur Vals og Aftureldingar í N1-deildinni í handbolta sem fram fór í gær var eftirminnilegur. Leiktíminn var "spænskur" -20:30. Leikurinn sjálfur var jafnáhugaverður og 10 fréttir sjónvarpsins á RÚV. Geisp.
Það var planið að vera með beina textalýsingu frá Vodafonehöllinni, en þráðlausa netið var í pikkles í fyrri hálfleik. Vodafone hvað? - og upphaf síðari hálfleiks tafðist um ca 20 mínútur vegna bilunar í leikklukku.
Valsmenn deyja ekki ráðalausir. Þulur leiksins sem sat við hliðina á mér tók að sér að tilkynna hvernig staðan var í hátalarakerfinu, og hann gerði það vel.
Ég stakk upp á því við kollega mína sem sátu í blaðamannastúkunni að við tækjum að okkur að mynda tölustafi með líkamanum og gefa þannig til kynna hver staðan var.
Í stöðunni 20:19 fyrir Aftureldingu sagði ég við Dag á DV að við gætum myndað töluna 20, ég yrði 2 og hann 0.
Dagur hafði alveg húmor fyrir þessu en við hefðum verið helv. góðir saman í stöðunni 0:0................
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 26.9.2007
Katie Melua borðar líka baunir
Örugglega helv. lygi hjá breska smiðnum..
Hann hefur brutt megrunarlyf eins og Smarties og logið síðan um allt saman til þess að komast í Sun og News of the world.
Ég er viss um að gasið úr afturendanum á honum sé álíka áhugavert og öll lögin með Katie Melua. Kannski að hún borði sex dósir á dag og það sem hún er að syngja er bara ropi?
Ef ég heyri eitt lag í viðbót með henni þá....
![]() |
Óvenjulegur megrunarkúr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26.9.2007
Jólainnkaupunum er lokið
Ég fór í dag og kláraði jólainnkaupin. Búið og gert.
Keypti gjafir handa öllum í fjölskyldunni.
Þetta var frekar auðvelt og ég get ekki annað en verið ánægður með sjálfan mig. Vel gert.
Ég keypti baðvigt handa sjálfum mér,
Callaway FT5 dræver handa konunni,
Mizuno MP60 3-pw járnasett handa dótturinni,
Cleveland 588 47, 52, 56 og 60 gráðu fleygjárn handa miðbarninu og Scotty Cameron pútter fyrir þann yngsta.
Að auki fær pabbi burðarpoka frá Mizuno, mamma var að óska eftir golfskóm frá Adidas... þetta er allt klárt í skúrnum..... meira síðar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)