Föstudagur, 28.9.2007
"Ég er að tala"
"Ég er að tala," sagði Guðjón Guðmundsson í frekar hvössum tón eftir auglýsingar í hálfleik.
Vissi greinilega ekki að hann var í "loftinu" og lét það flakka.
Hápunktur leiksins að mínu mati. En helv. er þetta lélegt hjá Sýn að auglýsa að Forsetabikarinn í golfi sé á dagskrá Sýnar en þegar útsendingin hefst þá er allt hele klabbið á Sýn Extra.
Fyrir menn sem búa í dreifbýlinu þá er styrkurinn á merki Sýnar Extra í svipuðum gæðum og fylgi Framsóknarflokksins..
Ég bendi á spjallsíðu kylfings.is, þar logar allt...
![]() |
Valur - Gummersbach 24:33 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 28.9.2007
Hakan datt niður á maga
"Pabbi. Veistu að það tók 32 ár að byggja Golden Gate brúnna?" sagði sá fimm ára í dag við mig. Bara svona upp úr þurru....
Ég hætti að borða og hakan datt niður á maga
(það eru reyndar ekki nema um 4 cm. þarna á milli þegar ég sit) -
Tja ég hafði ekki hugmynd um þessa staðreynd.
Kannski fer hann að halda með Golden State í NBA eins og sá gamli.
Hver segir að það sé ekki fróðleikur í sjónvarpinu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)