Mánudagur, 3.9.2007
Ungmennafélagsandi hjá Fimleikafélaginu?
Fjölnir í úrslitaleikinn gegn FH. Fjórir leikmenn FH hafa verið í láni hjá Grafarvogsliðinu og þrír þeirra eru enn til staðar, Atli Viðar Björnsson, Sigmundur Pétur Ástþórsson, Heimir Snær Guðmundsson. Nú er spurt hvort ungmennafélagsandinn sé ríkjandi hjá Fimleikafélaginu. Ég er á þeirri skoðun að FH-ingar eigi ekki að skipta sér að framhaldinu hjá Fjölni og mæta þeirra sterkasta liði í úrslitaleiknum. Óli Jó er snjall refur en ég held að hann kjósi það að láta sitt lið mæta sterkasta liði Fjölnis.
Annað væri bara eins og Stoke - Djók.
e.s. ég vona að þetta verði í síðasta skiptið sem að starfsmenn íþróttadeildar RÚV afsaki það að leikur sé í gangi í beinni útsendingu og að seinni fréttir séu seinna á ferðinni en vanalega. Og hvað með það?
Það þarf ekkert að afsaka það að bein útsending sé í gangi. Það eru allir að horfa á leikinn en ekki að bíða eftir 10 fréttum eða öðrum fréttum.
Og hvað var í fréttum?
Svaka skúbb.. fjórmenningar í Glitnismálinu, netbanki, dollarar og evrur, fengu álagsgreiðslur, saksóknari, 30 millj. kr. hagnaður hjá fjórmenningum. Ekkert sérstakt vald, hæstiréttur, lagastoð, ákæruvaldið, lögreglustjóra, sjálfstætt, í andstöðu við lögin, kemur á óvart, nýjar áherslur.
Fellibylurinn Felix.. hver vissi ekki af honum. Langar biðraðir í á flugvelli í Hondúras, alveg 7,000.
Gullna hliðið.. vopnaleitarhliðið.. alveg nýtt.......
Þorgerður veitir viðurkenningar í háskólum.. jebb..vísinda og lista......
Ráðuneytisinnáskiptingar......
Jafnréttisfræðsla í skólum landsins....
Serbneskur kennari sem byggði hús úr flöskum.. 13.500 flöskur takk fyrir túkall..
Viðskipti í kauphöll Íslands.. krónan styrktist og gengisvísitalan í 119 stigum.
Helst í fréttum....
Það er enginn að bíða eftir 10 fréttum.....
![]() |
Fjölnir úr 1. deild í bikarúrslitin gegn FH |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 3.9.2007
Launaleyndin er úr sögunni
Ég vissi ekki að umræðan um afnám launaleyndar væri komin á lokastig.
Fékk launaseðilinn frá Árvakri í dag, og hann var frekar laskaður, útlitslega séð. Innihaldið var hrikalega djúsí.....
Gat ekki betur séð en einhver hafi opnað bréfið til hálfs....ef einhver er svona ofboðslega forvitinn að vita hvað ég er með í laun þá er það ekkert leyndarmál. Það er hægt að nálgast þessar upplýsingar á press.is og posturinn.is...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 3.9.2007
Burðargeta nefsins á Michael Jackson
Til þess að þetta bullblogg verði hipp og kúl þá er sjálfsagt að gera eitthvað sem allir hafa gert áður.
Spurning dagsins er: Hvað er verið að útskýra á þessari mynd?
Verðlaun: Gömul Cobra golfregnhlíf, svört, sem er með burðargetu í takt við nefið á Michael Jackson. Sem sagt lúinn gripur. - Skjóttu.
Aukaspurning: Úr hvaða lagi er þetta textabrot, verðlaun, frí áskrift að mbl.is það sem eftir er..
Its close to midnight and something evils lurking in the dark
Under the moonlight you see a sight that almost stops your heart
You try to scream but terror takes the sound before you make it
You start to freeze as horror looks you right between the eyes,
Youre paralyzed
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 3.9.2007
Rétt talið?
Ef KSÍ væri lýðveldi og áhorfendatölurnar væru kjörseðlar í þingkosningum þá myndi ég vilja að óháð nefnd fylgdist með talningunni.. Á fjölmörgum vinnutengum ferðum mínum á völlinn hef ég oft verið undrandi á fjölmenninu á sumum völlum - stundum finnst mér að áhorfendatölurnar gætu allt eins verið úr kjörkassa í einræðisríki....ég fæ kannski tiltal fyrir þetta skot?
Hörður Magnússon íþróttafréttamaður minntist á þetta í gær í beinni útsendingu í Víkingur-Valur.. hann stuðaði ekki þjóðina eins og Gey dæmið hjá Dolla í Japan.
Skemmtilegur pirringur í Hödda þegar hinn þrautreyndi Guðmundur Hilmarsson vinnufélagi minn á Morgunblaðinu var með Magnús Gylfason í viðtali eftir leikinn. Höddi var frekar pirraður að fá ekki Magga á undan í sjónvarpsviðtal.... og hálfskammaði fyrrum liðsfélaga sinn úr FH fyrir að vera svona "ósvífinn" að taka Magnús í viðtal á undan SÝN. Bara stuð.....
![]() |
Metið féll í Víkinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)