Góð byrjun Utan vallar

Ég horfði á nýja íþróttaþáttinn sem heitir Utan vallar á Sýn í kvöld.HORDUR2_2

Þetta lofar góðu og miðað við frumburðinn þá verður þetta fínt prógramm.

Það var frekar svona "dinner" stemmning hjá Geira og Gaua.

Ekkert rifrildi eins og margir áttu von á. 

Viðtalið við Alfreð var líka mjög fínt og Hörður Magg er fínn spyrill. Hann er kannski glaður að fá að fara út úr "búrinu" og gera eitthvað annað en að öskra:

"Tottenham er búið að skora, þetta er ótrúlegt. Frábær tilþrif hjá Berbatov. Sáuð þið þetta?." 

Reyndar fannst mér karlmennskuímynd Alfreðs vera í molum með allt þetta meik í andlitinu.

Sérfræðingarnir Ívar Ben og Henry voru rúsínan í pylsuendanum. Þeir klikka ekki á svona dauðafærum og voru snyrtilegir en samt smá "wild".

Fínt að fá umræðu um margt sem snýr að íþróttalífinu. Enda af nógu af taka. Og svo var ekkert verið að plögga aðra dagskrárliði Sýnar í þessu prógrammi. 

Mig minnir að slíkir þættir hafi verið á dagskrá með reglulegu millibili á RÚV. Það er liðin tíð og ég held að Sýn hafi hitt naglann á höfuðið með því að setja svona þátt í loftið.

En það þarf úthald í svona prógramm og vonandi eru menn með þrek til þess að takast á við þetta verkefni af krafti.

 


Bloggfærslur 10. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband