Föstudagur, 18.1.2008
Líkleg skýring á eineltinu
Alen Muratovic sem ég minntist á í þessari færslu frá EM í Sviss 2006 er leikmaður Svartfjallalands á EM í Noregi.
Það skýrir kannski eineltið hjá Veselin Vujovic sem var þjálfari Serbíu/Svartfjallalands á EM 2006. Það var einhver rígur og hatur þarna í gangi.
Muratovic blómstrar með Svartfellingum í Noregi enda aðeins 19 mánuðir frá því að landið fékk sjálfstæði.
Hann skoraði 9 mörk gegn Dönum í kvöld og er aðalmaðurinn í þessu liði.
Meira af Muratovic síðar.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 18.1.2008
Takk fyrir og bless á RÚV
Jæja. Fyrsti leikurinn á EM var eins og dæmigert Júróvísjónpartý.
Væntingar, spenna, gleði og síðan óendanleg vonbrigði.
Þessi fertugi markvörður lét skjóta í sig rúmlega 20 sinnum.
Hef aldrei skilið hvað það er sem fær menn til þess að velja það að fara í mark í handbolta. Að fá boltann í sig eftir þrumskot af stuttu færi? Það er vont.
Tomas Svensson verður fertugur á þessu ári líkt og síðuhaldari. Hann virðist vera í betra formi en ég.
Kannski að maður taki sig á og endi ferilinn með kombakki hjá 2. deildarliði ÍA.
Búningurinn hans Anthony Sullen hlýtur að vera til eða þá búningurinn á gaurnum sem var í ÍA þegar liðið fór upp í úrvalsdeild 1993. Stewart að mig minnir. Hann var með farangursgeymslu sem tók pláss inn í teig. Rassinn á honum var svo stór að hann hafði áhrif á flóð og fjöru.
Verð að hrósa RÚV fyrir góða eftirfylgni eftir leikinn gegn Svíum í gær. Eða þannig.
"Við þökkum fyrir okkur, verið þið sæl."
Óskiljanlegt að vera ekki með spekinginga í spjalli eftir leikinn eins og gert var fyrir leikinn. Vissulega tafðist upphafið á leiknum um einhverjar mínútur en kóm ón.
Guðmundur Guðmundsson kom frekar illa út í settinu hjá RÚV fyrir leikinn. Þetta minnti mig á hundleiðinlega spurningaþáttinn, ertu skarpari en skólakrakki. Það vantaði svona upphækkun fyrir Guðmund.
Guðmundur horfði upp til þeirra Baldvins og Júlíusar þar sem þeir stóðu við borð. Hefði kannski gengið ef Adolf Ingi og Geir hefðu rætt við Guðmund.
En Júlíus var eins og Yao Ming þarna við hliðina á Guðmundi.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 18.1.2008
Eldur í hóteli íslenska landsliðsins
Jæja. Lína Langsokkur og Emil í Kattholti rúlluðu okkur upp í Þrándheimi í kvöld á EM.
Ástandið var það slæmt að það kviknaði eldur á hóteli landsliðsins og það var ástand á Brittania hótelinu.
Neðsta hæðin var rýmd og þrír aðilar voru fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun.
Nóg með það. Kannski bara stormur í vatnsglasi hjá norsku pressunni.
Í kvöld var frumsýning á nýju kerfi sem tölvugúrúarnir á mbl.is hafa á undanförnum tveimur dögum verið að vinna að.
Leikur Íslands gegn Svíum var í beinni lýsingu og var úrvinnslan á lýsingunni með allt öðrum hætti en áður.
Það eru nokkur atriði sem við þurfum að fínpússa fyrir næsta leik en að öðru leiti held ég að þetta hafi tekist vel.
Þetta er komið til að vera og núna verður ráðist í beinar lýsingar á alls kyns íþróttaviðburðum.
Það væri gaman að fá komment á þetta nýja kerfi og hvað mætti þá laga?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)