Laugardagur, 19.1.2008
Guðjón Valur sá eini á topp 40
Minn maður í liði Svartfjallalands, Alen Muratovic, er næst markahæsti leikmaður EM.
Hann hefur greinilega haft gott af því að losna undan ráðríki Vujovic.
Íslenska landsliðið á einn leikmann á topp 40 yfir markahæstu leikmenn EM. Guðjón Valur er í 19. sæti með 5,5 mörk.
Er það ekki bara ágætt að eiga fleiri sem geta ógnað..
Ég held það.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 19.1.2008
Kóróna framsóknarjakkaföt og sixpensari
Það er allt að gerast. Íslenska landsliðið í handbolta er ekki lengur lélegasta lið í heimi og EM gæti orðið skemmtun.
Flottur leikur í dag.
Ég hef hinsvegar miklar áhyggjur af Framsóknarflokknum í borgarstjórn Reykjavíkur.
Henry Birgir má ekki bregða sér til Niðarósa þá fer allt til fjandans í flokknum hans út af einhverjum Kóróna jakkafötum.
Björn Ingi hótar að hætta og prestsonurinn Guðjón Ólafur frá Saurbæ í Hvalfjarðarsveit er ekkert að skafa utan af því í bréfinu fræga.
Í stuttu máli er innihald bréfsins þetta. "Þegar ég var með þá vorum við langflottastir en eftir að ég hætti þá er þetta allt í tómu tjóni."
Ég held að innsti kjarni Framsóknarflokksins verði að fá Henry heim hið snarasta áður en allt fer úr böndunum.
Reyndar er Henry með sixpensara sem ég gruna að hann hafi fengið árið 2006 fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Þetta er allt hið undarlegasta mál.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)