Miðvikudagur, 30.1.2008
Á hvaða lyfjum eru hinir?
Þegar George OGrady stjórnarformaður Evrópumótaraðarinnar tilkynnti á síðasta ári um lyfjapróf á atvinnumótaröðum í golfi víðsvegar um heim sagði hann að í raun þyrfti aðeins að senda einn kylfing í lyfjapróf..... Tiger Woods..
"Ef Woods er ekki á lyfjum, þá er mér alveg sama á hvaða lyfjum hinir eru..það virðist allavega ekki hjálpa þeim til þess að ná honum."
Svei mér þá ef þetta er ekki bara rétt hjá OGrady..
Hvað með John Daly? Niðurstaðan úr lyfjaprófi úr honum er eflaust fréttaefni.....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 30.1.2008
Ólafur F.. í Little Britain?
Það er allt að verða vitlaust út af þessum Spaugstofuþætti sem sýndur var á laugardaginn.
Ég brosti og hló nokkrum sinnum og það hefur ekki gerst lengi yfir Spaugstofunni.
Mér fannst margt af þessu bráðfyndið og kaldhæðnin í aðalhlutverki. Ég skil ekki afhverju svona margir eru að æsa sig yfir því að atburðir samtímans séu settir upp í "farsa" eða "revíu" í vikulokinn? Að mínu mati hefðu þeir mátt ganga miklu lengra.
Ef þetta grín er sett upp í alþjóðlegt samhengi þá gætum við alveg ímyndað okkur hvernig Bretar hefðu tekið á þessu upphlaupi í Borgarstjórn Reykjavíkur?
Little Britain? Spaugstofan er bara sunnudagsskóli miðað við margt annað sem við sjáum daglega í sjónvarpi.
Harpa Hreinsdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Vesturlands hittir naglann á höfuðið í þessari færslu. Þar tekur hún Ólaf F. í nefið en Harpa hefur ekkert að fela þegar kemur að umræðu um geðsjúkdóma eða geðsýki.....
"Af hverju er valdamikill maður, borgarstjórinn í Reykjavík, að reyna NÚNA að draga umræðu um geðsjúkdóma niður á sama plan og upp úr 1975, þegar menn göptu yfir Gaukshreiðrinu hans Milos Forman, gerðri eftir bók sem kom út 1962 og byggði á reynslu Ken Kesey af vaktmannsstörfum á geðsjúkrahúsum nokkrum árum fyrr."
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)