Laugardagur, 18.10.2008
Ég á 7.000 peseta
Icebank hefur tekið upp sitt fyrra nafn og heitir nú Sparisjóðsbanki Íslands.
Ég vissi svo sem ekki mikið um Icebank.. hann er allavega ekki með útibú á Akranesi.
En ég skil hvað menn eru að gera. Vörumerkið Ice er brennimerkt, eins og sviðahaus sem brennur undir kröftugum gasloga..
Evrópubúar vilja varla frá ís í drykkinn sinn í Evrópu eftir Icesave ævintýrið hjá Landsbankanum.
Ice er ekkert kúl lengur.
Það þarf að plögga big time í Evrópu og víðar á næstu misserum til þess að laga þjóðarstoltið...
e.s. ég á 7.000 peseta ef einhver er á leið í Leifsstöð og á bara íslenskar krónur...
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)