Hringdi HSÍ í pabba?

Ég heyrði í pabba í dag og hann hafði áhyggjur af því að hafa gleymt farsímanum úti í bíl í sólarhring eða svo. Þegar hann náði í símann (gamall Nokia hlunkur) þá voru 45 missed calls úr þessu númeri. 

Þeir þarna í landsliðsnefndinni hafa sem sagt grafið það upp að sá gamli náði alveg þokkalegum árangri með handknattleikslið ÍA fyrir rúmlega þremur áratugum.ola00990

Það sem hefur vakið áhuga landsliðsnefndar HSÍ á gamla manninum er eflaust sú staðreynd að á rúmlega 30 ára ferli sem íþróttkennari tókst honum að kenna Borgnesingum handbolta.

Það er ekki á allra færi. Ég efast ekki um að Viðar Símonarson og Kjartan Másson hafa mælt með honum. 

Ég skora því á Þórólf Ævar að taka að sér starfið.

Enda er maður ekki hættur að vinna.

Bara hættur að kenna. 

Þórólfur Ævar er til vinstri á myndinni en sá sem er til hægri er Hallur heitinn Gunnlaugsson íþróttakennari. 


Bloggfærslur 19. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband