Þriðjudagur, 26.2.2008
Heitt í kolunum á 365 miðlum?
Það er aðeins farið að hitna í kolunum hjá 365 í Skaftahlíðinni. og þá er ekki ég ekki að tala um hlutabréfin hjá félaginu sem gætu kannski flokkast undir "kauptækifæri" núna. Veit það ekki. Þarf fyrst að selja í DeCode..
Hressandi deilur hjá Henry Birgi á Fréttablaðinu og Valtý Birni sem stýrir þættinum Mín Skoðun.
Henry var reiður í færslu sem birtist í kvöld, en þar var fyrirsögnin "Hvernig er hægt að vera svona vitlaus" en síðar var búið að pússa aðeins fyrirsögnina og færsluna í heild sinni. Fyrirsögnin er víst "Hvernig er hægt að misskilja svona?"
Hressandi hjónabandserjur í gamla Tónabæ.....
koma svo strákar.. öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 26.2.2008
Bara eitt gigg í Serbíu
Ég heyrði íslenska sigurlagið Júróvísjón í fyrsta sinn í bílnum rétt eftir að keppninni var lokið í Smáralind.
Það var reyndar með íslenskum texta. Og þegar ég hafði hlustað á lagið í fyrsta sinn hugsaði ég hvort fólk í Evrópu myndi gleypa þessa froðu... ég mundi ekki viðlagið og gat ekki rifjað upp eina laglínu eftir fyrstu hlustun....
Í gær bað ég krakkana mína að rifja upp laglínu í sigurlaginu eða viðlagið..
sá yngsti var bara ánægður með annað sætið og söng Hey, hey, hey i say hó, hó, hó, -
miðbarnið söng "Hvar ertu nú?, ert þú að leita að mér, eins og ég leita að þér?" og sú elsta gretti sig bara. "Ég syng ekki, var svarið"
Ég held að undankeppnin í Serbíu verði fyrst og síðasta giggið hjá Íslandi.. nema að gaurinn, þarna úr Hagaskóla, hakki sig inn á tölvukerfið og sjái til þess að Ísland verði best í heimi.. eða Evrópu..
Ég sá hinsvegar menn mætast í meintu rifrildi í Kastljósi í gær sem tengdist Júróvisjón.. úff.. who cares?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)