Spenna hjá sportpressunni í Hólminum

Það var mikil spenna í loftinu í Stykkishólmi í gær. Besti körfuboltaleikur síðari ára fór þar fram. Og það var gaman að fylgjast með íþróttafréttamönnum á lokakaflanum og eftir leikinn.

Svitadroparnir runnu niður enni og kinnar.

Takkarnir á lyklaborðinu fengu að kenna á því. Stöffið á leiðinni og dedlænið löngu liðið. Það var ekki bara leikurinn sem setti spennustigið í hæstu hæðir í Hólminum.

Það var annað sem var meira spennandi.0511-0709-0401-4253

Hvalfjarðagöngin áttu að loka á miðnætti og rétt rúmlega 90 mínútur til stefnu hjá gaurunum úr Sódómu. Eflaust hefur „pinninn“ verið kitlaður á Mýrunum og undir Hafnarfjalli...

Sumir voru ekkert stressaðir. Spakir og löngu búið að loka „rörinu“ þegar seth renndi sér inn í heimabæinn. Enda gott að búa á Akranesi á slíkum stundum.

Ég ímynda mér að það hafi verið ljúft fyrir sportpressuna að renna í gegnum Hvalfjörðin í tunglskininu í nótt. Ferstikla lokuð, Olíustöðin lokuð og Botnskáli farinn....og bara hægt að ná endurfluttum þætti með Valdísi Gunnars á Bylgjunni.. úff..


Bloggfærslur 15. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband