Miðvikudagur, 2.4.2008
Bendtner flækjufótur
Það var víst einhver leikur í kvöld í Meistaradeildinni þar sem að tvö ensk lið áttust við í London.
Sá ekki leikinn en í 10 fréttum RÚV sá ég bút úr leiknum og eftir þá sjón er ekki spurning um að þessi danski leikmaður er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Arsenal.
Annars er þessi Meistaradeild ekkert í samanburði við Carling bikarkeppnina, deildabikarinn. Það er alvörumót.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 2.4.2008
Borgaði Kárahnjúkavirkjun EINN
Það var maður sem ég þekki sem fékk vægt áfall þegar hann ýtti á villuprófunhnappinn á skattframtalinu á dögunum.
Það var allt í góðu með fráganginn og engar sjáanlegar villur en þegar ýtt var á flipann fyrir BRÁÐABIRGÐAÚTREIKNING fór blóðþrýstingurinn í hæstu hæðir hjá viðkomandi aðila.
"Þegar ég sá að ég ætti að bara að greiða rúmlega 300.000 kr. á mánuði í ágúst, september, október, nóvember og desember leið eins ég ætti að borga Kárahnjúkavirkjun EINN. " sagði sá sem um ræðir við seth.blog.is í óformlegu spjalli.
Blóðþrýstingurinn hjá viðkomandi er í jafnvægi þessa stundina eftir að hafa rætt við skattayfirvöld.
Þarna var um tæknileg mistök að ræða.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)