Rokgolf

Fyrsta dræv sumarsins var slegið í dag á 7. braut Garðavallar á Akranesi sem var líklega 900 metra löng miðað við rokið sem boðið var uppá. Það er merki um að sumarið er komið þegar Teddi veðurfræðingur setur upp trampólínið við húsið sitt.. helvítis kjaftæði að sumarið sé komið..

Stórmótið sem nefnist Húsmótið fór fram í dag og þessi færsla væri ekki skrifuð ef úrslitin hefðu ekki komið skemmtilega á óvart.

Undirbúningstímabilið hjá seth hefur miðast við að toppa á Húsmótinu, og það sem var efst á listanum á æfingaplaninu var að þyngjast til þess að geta staðið almennilega í 30 metrum á sek á flötunum. 

Ég græjaði málin á 79 höggum og það telst bara fínt miðað við aðstæður og undirbúning. Golf er frekar einföld íþrótt. 

Verð að hrósa nokkrum aðilum í Leyni sem eru með bein í nefinu. Það stóð nefnilega ekki til að hleypa okkur inn á sumarflatirnar í dag.

Það átti ekki að gerast fyrr en þann 3. maí á innanfélagsmóti GR. Mhmhmhmhmhmhmh.. þetta var ekki alveg að falla í góðan jarðveg hjá harðasta kjarna Leynismanna.

En ég vona að þetta hafi aðeins verið tæknileg mistök því mér persónulega líst mjög vel á þann samstarfssamning sem gerður var á milli GR og Leynis í vetur....


Bloggfærslur 1. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband