Þriðjudagur, 13.5.2008
Harlem hreinni en Rvík
Egill Helgason ofurkrulla á RÚV er að skoða veröldina.
Bloggar frá New York.
Hef aldrei komið þangað en ég tók eftir þessu..
Við fórum í Harlem í fyrradag. Meira að segja þar eru göturnar hreinni en í Reykjavík.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13.5.2008
Óli Stef virkaði betur en...
Hvítasunnuhelgi.
Ekkert golf. Helvítis vinnan að þvælast fyrir að þessu sinni.
Sá leik HK gegn FH, vinnutengt. Örvfættir leikmenn út um allt í liði FH. Er ekki kvóti á svona hlutum..
Minnti á nokkra leiki með Skallagrím í gamla daga þegar Guðmundur K. Guðmundsson, Þórður Helgason og Henning Freyr Henningsson voru saman inni á vellinum með Skallagrím. 3/5 hluti leikmanna örvhentir. Íslandsmet. Næstum því.
Frábær aðstaða fyrir fjölmiðla í nýju stúkunni í Kópvogi. Þeir buðu líka upp á te. Enskir dagar í Kópvogi.
Sá Gunnar Birgisson og allt. Hann er haltur. Stoðkerfið eitthvað að láta undan bassanum.
Fór á lokahóf KKÍ. Áratugur frá síðustu heimsókn. Gott kvöld. Sálin hans Jóns míns virkaði þreyttari en ég rétt fyrir kl. 03. Talaði reyndar meira um golf en körfubolta. Ríkharður Hrafnkels. Skilurðu.
Svaf yfir Wigan - Man Utd á sunnudaginn..
Geisp.
Datt ekki í hug að horfa á Tottenham - Liverpool. Hver mun nenna að horfa á enska boltann eftir 10 ár ef þeir fatta ekki að launaþakið reddaði NBA-deildinni....
Ólafur Stefánsson virkaði betur á mig en Alkaseltzerinn. Og hann er örvhentur. Maulaði Alkaseltzerinn eins og Smarties fram eftir degi....
Vá. Hvað getur maður sagt. Óli er eins og íslenska veðrið. Maður veit aldrei við hverju má búast.
Íþróttaafrek ársins.. so far..
Kannski verður Óli aftur í stuði í Póllandi í undankeppni ÓL í Peking.. ég vona það.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)