Andlegt ofbeldi lögreglunnar á Akranesi

Lögreglan á Akranesi beitir andlegu ofbeldi.

Varð fyrir því sjálfur í gær.

Fór í minn ársfjórðungslega hjólreiðatúr sem á alltaf að vera upphafið að nýjum og breyttum lífsstíl.. (oghvaðmeðþaðaðéghafifariðsíðastþann5.janúar).

Veðrið var frábært og þegar svitinn byrjaði að leka niður ennið á mér velti ég því fyrir mér afhverju í fjandanum ég væri að puða á þessu hjóli. Í stað þess að vera slá golfbolta í blíðunni.

Ég hjólaði eins og vindurinn niður á æskustöðvarnar, neðri-Skagann. Þar varð ég fyrir andlegu ofbeldi frá lögreglunni. Púlsinn var nálægt því í 200 slögum á mínútu. Vindurinn feykti hárinu aftur (jea right), vöðvarnir í lærunum voru að missa meðvitund í mjólkursýrubaðinu og ég þaut áfram sem aldrei fyrr.

Lögreglan var stödd við hraðamælingar við Brekkubæjarskólann og að sjálfsögðu mældu þeir hraðann á mér. Ég átti von á því að fá háa fjársekt enda staddur á svæði þar sem að hámarkshraðinn er 30 km/klst.22572903

Ég steig enn fastar á fótstigin og reyndi að forðast "leysigeislann" sem lögreglan skaut á mig.

Ég fann fyrir skotinu og stuttu síðar heyrði ég fyrrum nemenda minn sem var þarna að störfum kalla.. þú ert á 21 kílómetra hraða á klukkustund.. og það vantaði bara að hann endaði setninguna með ..hlunkurinn þinn.

Ég trúði því ekki sem ég heyrði....helvítis kjaftæði.. ég var á miklu meiri hraða.. þetta flokkast undir andlegt ofbeldi... 21 km/klst. Kómón.....


Bloggfærslur 6. maí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband