Miðvikudagur, 4.2.2009
Gobbídí, gobb
Vinir og kunningjar sem ég hitti á förnum vegi eru hætt að ræða um veðrið við mig. Fyrsta spurningin er ALLTAF. "Ertu ekki ennþá með vinnu?" Og maður spyr á móti. "Og eru einhverjar breytingar hjá þér?" Þetta ástand á Íslandi er með eindæmum. Væri ekki ráð að vera BARA með hvalkjöt í boði í mötuneytum ríkisstofnanna á meðan þetta ástand varir.. 36 mánuðir eða svo..
x
Ég held að PR-maðurinn í hestaíþróttunum hafi ekki átt von á eins mikilli athygli og þeir fengu í gær á Reykjavíkurtjörn. Hestarnir voru vissulega í fréttum en það gleymdist alveg að þessi fundur var víst haldin í tilefni Meistaradeildar VÍS.. gulltryggt dæmi..gobbídí,gobb.
x
Ég heyrði að Redknapp hjá Tottenham skipti í lið á æfingum þar sem komnir/farnir/komnir spila gegn þeim sem eru bara búnir að koma.. 11 gegn 11..
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)