Miðvikudagur, 31.1.2007
Gott skot hjá Alex - tók af skarið
Alexander Petersson, vélmenni íslenska landsliðsins, verður eflaust með hugann við stangarskotið sitt gegn Dönum eitthvað fram eftir árinu. En að mínu mati ætti hann að vera stoltur af því að hafa tekið af skarið þegar mest á reyndi.
Íþróttamenn í fremstu röð hugsa ekki þegar þeir komast í slíka aðstöðu. Þeir framkvæma -og hugsa síðan.
Alexander gæti tekið 100 slík skot á morgun og skorað úr þeim öllum.
Boltinn var 5 cm. frá því að fara rétta leið - helv. stöngin.
Snorri Steinn Guðjónsson var heitur í gærkvöld og eflaust hefur hann ekki munað eftir mörgu úr leiknum.
Hann var í þannig hugarástandi að aðrir leikmenn hljóta að hafa verið í "hægri endurspilun" allt í kringum hann. Allt gekk nánast upp í fullkomnum leik. Það var snilld að sjá til drengsins.
Vítið sem Snorri tók á móti Kasper Hvíta undir lok venjulegs leiktíma var svo kalt að það hefði dugað til þess að frysta skautasvellið í Egilshöll. Þvílík snilld.
Snorri getur borið höfuðið hátt - líkt og allt íslenska liðið. Vörnin hefur oft verið betri en við vorum inn í leiknum.
Þetta var "stöngin út".
Ég ætla að gerast svo djarfur að spá fyrir um úrslit mótsins það sem eftir er.
Gull - Þýskaland.
Silfur Danmörk
Brons Frakkland.
4. Pólland.
5. Ísland.
6. Króatía.
7. Spánn.
8. Rússland.
![]() |
Alfreð: „Stoltur af íslenska liðinu“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.