Þriðjudagur, 6.2.2007
Kanínukjöt og smáfuglar
Ekki gleyma smáfuglunum er eitthvað sem ég hef lært af karli föður mínum. Hann er langvinsælastur á neðri Skaganum hjá smáfuglunum.
Þeir þekkja sinn mann.
Við höfum reynt að gera álíka gagn hér á efri Skaganum.
Mokum út gömlu brauði, eplum og fuglakorni þegar það er til.
Hinsvegar sjást fuglarnir ekki og tvær akfeitar kanínur eru einu gestir veitingahússins. Þær koma úr næstu götu og eru i eigu Þingmannsins.
Hef svo sem ekkert á móti kanínunum. En þær eru að færa sig upp á skaftið.
Annars missti ég af fréttaljósmynd ársins þegar Þingmaðurinn var í garðinum hjá mér, í vinnugallanum (jakkafötum) með teppi að reyna fanga heimilisdýrin.
Ég er alvarlega farinn að spá í hvernig kanínur eru á bragðið.
Gæti orðið spennandi viðfangsefni.
249 óku of hratt í Hvalfjarðargöngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.