Fimmtudagur, 15.2.2007
Brot á fánalögum
Íslenskir íþróttamenn eru einstakir. Og oftast fámenn hjörð í fremstu röð á heimsvísu. Það má ekkert fara úrskeiðis, enginn annar til þess að taka við keflinu.
Á meðan aðrar þjóðir eiga marga fulltrúa á mótum á borð við Evrópumótaröðina í golfi eigum við einn fulltrúa. Sem þarf að standa sig. Og hann fær ekki einu sinni íslenska fánann á skorkortið sitt á vefsíðu Asíumótaraðarinnar. Er þetta ekki gróft brot á fánalögunum.
Eiður Smári Guðjohnsen, Birgir Leifur Hafþórsson, Ólöf María Jónsdóttir, og auðvitað handboltalandsliðið...Ég held reyndar að Íslendingar líti á liðið sem einstakling í fremstu röð. Og ekki gleyma Kristni Björnssyni skíðamanni. Norðmenn áttu alltaf fullt af keppendum á heimsbikarmótunum og ef einn datt þá tók sá næsti við keflinu. Íslendingar eru einstakir.
Birgir á parinu eftir þrjár brautir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.