Konur og skák, part II

Konur og skák. Fyrir nokkru velti ég því fyrir mér afhverju það er keppt í kvennaflokki í skák?

Fékk ekki nein viðbrögð frá konum um þetta atriði.cqueen

Konur hafa unnið hörðum höndum að bættri stöðu sinni í samfélaginu sem er að sjálfsögðu hið besta mál. Afhverju hafa ekki konur óskað eftir því að fá að keppa í opnum flokki í skák og bridge.

Í mörgum íþróttum er líkamlegur styrkur helsta vopn þeirra sem þær stunda og konur ættu undir högg að sækja í þeim samanburði. Sumar konur en alls ekki allar.

Í skák og bridge er útsjónarsemi og almenn þekking það sem skilur á milli þeirra bestu og næst bestu.

Ég skora á konur að taka þetta mikilvæga jafnréttismál upp.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Held að svarið sé tiltölulega einfalt við þessu. Konur hafa bara ekki eins mikinn áhuga á þessu og karlar. Las einhverntíma grein um það að skákin væri á svipuðu sviði og verkfræði, stærðfræði og þess háttar og því væru karlar fjölmennari í skákinni, því þetta allt er meira á þeirra áhugasviði.

Ég tefldi sjálf einu sinni og geri örsjaldan enn, hef líka alltaf haft gaman af stærðfræði, tók hluta af rafvirkjun og ætlaði í verkfræði á sínum tíma. Þær konur hinsvegar sem tefla gefa sér kannski samt ekki jafnmikinn tíma og karlarnir í að sinna því, þannig að ef yrði keppt í sameiginlegum flokki væri ég hrædd um að konum myndi fækka mikið í þessari íþrótt. Við þurfum jú alltaf að geta fengið verðlaun öðru hvoru til að peppa okkur áfram

Einn góður íslenskur skákmaður sagði fyrir mörgum árum um erlenda skákkonu, sem mig mynnir að hafi unnið hann, að hún hlyti að vera með karlmannsheila. Hann var reyndar ekki svo góður í mínum huga eftir það

Ég hef því miður ekkert vit á Bridge og ætla því ekki að reyna að svara því. 

Jóhanna Fríða Dalkvist, 21.2.2007 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband