Scheffer í hlutverki sveitahundsins

Ég velti því fyrir mér hvaða dóm ég fengi ef ég færi að "plaffa" niður hunda sem ganga lausir og hafa valdið mér og minni fjölskyldu ónæði á undanförnum árum.

Þessar pælingar skutu upp kollinum um helgina við veitingasöluna við Geysi.. þar var risastór Scheffer hundur í hlutverki sveitahundsins.... hljóp meðfram veginum og gelti á allt sem hreyfðist.

Það var ekkert "krúttlegt" við þessa skepnu. 

Á þessum hlaupaferðum var hundurinn í 20-30 metra fjarlægð frá göngustígnum að hverasvæðinu við Geysi.

Ég greip þéttingsfast í hönd barnsins sem var með mér í för og reif það með mér yfir götuna í átt að hverasvæðinu.

Ég var sannfærður um að Schefferkvikindinu væri meinilla við hveralykt. Góð áætlun...

Það reyndist rétt en ég er viss um að 50 manna hópur ferðamanna hefði stokkið hæð sína í anda Gunnars á Hlíðarenda hefði "kálfurinn" komið á skriði í áttina að þeim. Ójá ég fatta það núna. Þeir voru enn í rútunni og þorðu ekki út. 

Food and fun hvað?

Vorið 1999 var ég í svipuðum pælingum þegar risastór "bikkje" stal matnum okkar af grillinu við Sognsvatn í Osló. Ekkert merkilegur matur í boði, Gilde pulsur, en helvítið gúffaði 5 pulsum ofaní sig á 0,24 sek.

Norskt met.

Skömmu síðar kom grindhoruð kolvetnisæta í hlaupagallanum út úr skóginum og kallaði á kvikindið sem var þá að sleikja út um fyrir framan okkur. Ég öskraði eitthvað á kellinguna, afsakið orðbragðið, sem átti hundinn en líklega var ég ekki nógu góður í norskunni á þeim tíma  - hún sýndi engin viðbrögð. Hún þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að gefa skepnunni að éta.

Það sauð á mér. Sjóðheitt grill, kaldur Ringnes, en engar pylsur. 

Í framhaldinu datt mér í hug hvort ekki væri hægt að ráða einhvern aðila í að "hreinsa" til á svæðinu, Sopranos lausnina, en ég róaðist aðeins niður við próflesturinn þá um vorið þrátt fyrir að hafa kannað ýmsa möguleika.

Hundar eru fínir, ef þeir eru bundnir eða í ól. Lassie er líka ágæt, en þeir hundar sem ganga lausir og hrella börnin mín eru ekki á jólakortalistanum.  


mbl.is Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Bremerhaven
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband