Miðvikudagur, 28.2.2007
Yfirlýsing
Frá og með 1. mars árið 2007 er undirritaður hættur stuðningi sínum við Golden State Warriors í NBA-deildinni. Tim Hardaway, Chris Mullin og Mitch Richmond voru hetjurnar sem heilluðu á sínum tíma en eftir að Hardaway kom út úr skápnum sem maður með "hommafælni" er ekki ástæða til þess að elta þetta lið lengur.
Síðuhaldari hefur ekki gert upp við sig hvaða lið fær stuðning hans. Valið stendur á milli Dallas Mavericks eða Phoenix Suns. Ástæðan einföld. Steve Nash heldur með Tottenham og hefur leikið með báðum þessum liðum. Ætla að sofa á þessu í einhverja daga.
Akranesi 28. febrúar, 2007.
Sigurður Elvar Þórólfsson
Fowler á leið til Bandaríkjanna? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:50 | Facebook
Athugasemdir
...og hvað kemur það fréttinni "Fowler á leið til Bandaríkjanna" við?
Óskráður (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 15:49
Held að þeir í Boston séu alveg fordómalausir og ekki veitir okkur af stuðningnum
Karl Jónsson, 2.3.2007 kl. 08:30
Larry Bird og félagar. Freistandi en ég er spenntari fyrir vesturströndinni Þar spila þeir leikinn með því hugarfari að skora fleiri stig en andstæðingarnir. Ég mun taka boð þitt Karl til alvarlega - og tilkynni um val mitt eftir árshátíð Morgunblaðsins sem er um helgina.
Sigurður Elvar Þórólfsson, 2.3.2007 kl. 08:51
Það hefur sennilega pirrað Tim Hardaway að vera frægur fyrir gott Cross Over.
Ásgeir H. Reykfjörð (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 09:41
Jebb -eitthvað sem þú varst alltaf þekktur fyrir
Sigurður Elvar Þórólfsson, 2.3.2007 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.