Guðjón og kraftaverkin?

Menn eru oft lengi að jafna sig eftir höfuðhögg og fjallaloftið við Rauðavatn hefur líka einkennileg áhrif á blaðamenn hér á Morgunblaðinu sem og á Blaðinu.Mynd_0245236

Í grein Blaðsins í dag um félagaskipti knattspyrnumanna á Íslandi kemur bersýnilega í ljós að nýtt fjölnotaíþróttahús á Akranesi er að skila stórkostlegum árangri  - aðeins nokkrum mánuðum eftir að húsið var tekið í notkun.

Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA er þekktur fyrir að ná árangri með unga leikmenn en samkvæmt frétt Blaðsins eru 8 nýir leikmenn komnir til ÍA.

Tvíburarnir Alexander og Indriði - sem eru reyndar ekki nema 11 ára og gerðu það gott á Shell mótinu á Akureyri í fyrra. Friðrik Arthúr Guðmundsson er einnig nefndur sem nýr leikmaður - hann er 12 ára og fjandi góður.

Ég er gríðarlega stoltur af uppbyggingarstarfi Skagamanna. 


mbl.is Ráðleggur Terry að taka því rólega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mun ekki formaður unglingaknattspyrnunnar krefjast greiðslu fyrir þessa ungu leikmenn???

KJR

KJR (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 21:57

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Við sjáum til með það...

Sigurður Elvar Þórólfsson, 28.2.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband