Mánudagur, 5.3.2007
Hitti naglann á höfuðið
Hver hefði trúað því að umbrotsmaður á Morgunblaðinu, sem heldur með Fylki og er rétt í meðallagi góður í golfi, hafi hitt naglann á höfuðið á lokakafla leiks West Ham og Tottenham í gær.
Ágætur blaðamaður úr Kópavoginum, Hjálmar Jónsson, stökk hæð sína í loft upp þegar Zamora koma West Ham í 3:2. Útlitið var bjart, Hjálmar var í stuði.
Þá kom gullkornið frá umbrotsmanninum snjalla.
"Tottenham vinnur 4:3," sagði hann. Skömmu síðar skoruðu mínir menn tvö mörk í röð. Stalteri stráði salti í sárin. Já, Stalteri.....
Það heyrðist ekkert það sem eftir var kvöldsins frá Hjálmari - Hann sagðist vera upptekinn við vinnu. Rétt fyrir miðnætti var Hjálmar eðlilegur á ný. Það tekur á að halda með West Ham.
Skil það vel. Þvílíkur leikur.
Dökkt útlit hjá West Ham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
Athugasemdir
Böddi?
Helgi Mar (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 20:45
JEbb Böddi
Sigurður Elvar Þórólfsson, 6.3.2007 kl. 21:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.