Föstudagur, 9.3.2007
Frábær samkeppni
Það kemur fyrir að betri helmingurinn sofnar í sófanum þegar við horfum á sjónvarpið. Getur verið kostur. Eins og í kvöld.
Horfði um stund á útsendingu á SÝN frá pókerkeppni og það er maður sem lýsir tilþrifunum á íslensku. Hvar eru áhorfstölurnar þegar slíkt efni er á boðstólum.
Er þetta ekki betra en X-Faktorinn og kannski með svipað áhorf.
Það sem gladdi mig mest var að samkeppnin í sjónvarpsbransanum er gríðarleg. Á sama tíma og spilaður var póker á SÝN var einnig leikinn póker á Skjá 1.
Og það efni var textað....
Ég gleymdi mér alveg yfir þessum ósköpum...frábært sjónvarpsefni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.