Mánudagur, 12.3.2007
Örhventir og konur
Horfđi ekki á Silfur Egils um helgina, en í ţessari bloggfćrslu kvartar Sóley Tómasdóttir yfir ţví ađ 8 karlar hafi veriđ í ţćttinum - og engar konur.
Ég er alveg handviss um ađ meiri jöfnuđur vćri í ţáttum Egils ef ađeins vćri keppt í opnum flokkum í skák og bridge.
Konur og stjórnmálaflokkar sem vilja berjast fyrir auknu jafnrétti í nćstu Alţingiskosningum ćttu ađ setja ţetta mál í efsta sćti.
Ég hef aldrei skiliđ afhverju ţađ er keppt í kvennaflokki í ţessum greinum.
Á međan ţessi kynskipting er til stađar í keppni í skák og bridge verđur stađa kvenna í samfélaginu óbreytt. Ţetta er gríđarlega mikilvćgt mál.
Ef ţetta ófremdarástand lagast ekki legg ég til ađ keppt verđi í flokki örvhentra í skák og bridge.
Ég hef áđur minnst á kvennaflokkinn í skák og bridge á ţessu bloggi mínu og fengiđ eitt svar frá konu um máliđ.
Ţar var áhugasviđ kvenna helstu rökin fyrir ţví ađ keppt er í kvennaflokki í skák og bridge.
Svo sem ágćt rök en ég skil samt ekki afhverju ţađ er keppt í kvennaflokki í skák og bridge. Ţađ fer ađ líđa ađ ţví ađ ég hćtti ađ sofa yfir ţessu máli. Og hana nú.
Snoop Dogg handtekinn í Svíţjóđ | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dćgurmál, Íţróttir, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir svariđ.
Jú ţetta međ rauđu teigana í golfi er góđ ábending, en ţar kemur einn hlutur inn sem tengist testósterón framleiđslu og líkamsstyrk.
Konur eiga erfiđara međ ađ slá bolta úr háu grasi í golfi, (röffinu).
Á ţví sviđi standa karlarnir betur ađ vígi einfaldlega ţar sem ţeir eru oftar en ekki líkamlega sterkari. Ţađ er kostur viđ slíkar ađstćđur í golfinu og konur sem leika á Íslandsmótinu í höggleik eiga oft í erfiđleikum utan brautar ţar sem röffiđ er eins og "lím" ţykkt og rífur í kylfuna ţegar boltinn er sleginn.
Í skák og bridge eru engar slíkar hindranir.
Sigurđur Elvar Ţórólfsson, 12.3.2007 kl. 10:53
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.