Miðvikudagur, 21.3.2007
Nostalgía í fjósinu
Upplifði smá nostalgíu í gær á oddaleik Skallagríms og Grindavíkur.
Fékk þó ekki áhuga á því að fara hreyfa mig aftur.
Ótrúleg stemning í fjósinu, þétt setið í áhorfendastúkunni, og leikurinn góður.
Það er mikið lagt upp úr því að skemmta áhorfendum í Borgarnesi og skondið að fylgjast með því hve mikið sumir leggja á sig.
Indriði Jósafatsson íþrótta - og æskulýðsfulltrúi þeirra í Borgarbyggð sá um kynninguna, skömmu síðar hljómaði stuðningslag Skallagríms, sem Indriði söng, útsetti og líklega hefur hann samið það sjálfur.
Indriði aðtoðaði síðan Darrel Flake leikmann Skallagríms í 1. leikhluta þegar Flake var búinn að týna augnlinsu. Indriði fann gripinn og Flake var í stuði það sem eftir er. Ég beið bara eftir því að sá gamli færi í búning og væri með en líklega dugir að hafa tengdason inná vellinum. Þess á milli dæmdi Indriði leikinn af hliðarlínunni og eftir leik hófst hann handa við tiltekt og frágang.
Skallagrímsmenn buðu upp á skemmti - og dansatriði fyrir leik og í hálfleik. Ein stúlkan úr dansflokknum var einnig í starfi á ritaraborðinu og hafði því mörg horn að líta. Engin vandamál - bara lausnir.
Úrslitakeppnin fer vel af stað - frábær skemmtun.
Sjónvarpsstöðin Sýn var með beina útsendingu frá leiknum og tæknimenn stöðvarinnar "rigguðu" upp tækniveri í einni áhaldageymslunni. Frumstæðar aðstæður þar sem að óveður kom í veg fyrir að stóri útsendingabíllinn kæmist á svæðið.
Og þegar ég rak nefið inn á "gömlu skrifstofuna mína" sá ég eldgamlan Tudi myndlykil ofaná litlu sjónvarpi þar sem tæknimennirnir gátu séð eigin útsendingu. Valur Ingimundarson þjálfari Skallagríms skutlaðist heim til sín rétt fyrir leik og náði í græjuna til þess að bjarga málunum. Snjór var á skjánum enda lítið inniloftnet á litla sjónvarpinu - en þetta dugði.
Svona er lífið í Borgarbyggð.
Engin vandamál - bara lausnir.
Grindvíkingar slógu Skallagrím út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:37 | Facebook
Athugasemdir
Indriði er toppmaður. Man eftir honum sem dómara í Úrvalsdeild. Svo ekki hefði hann munað um að dæma.
Rúnar Birgir Gíslason, 21.3.2007 kl. 13:34
Heill og sæll og takk fyrir síðast. Mér var bent á skrif þín og ekki átti ég nú von á því að það væri bloggað um það hvað ég tæki mér fyrir hendur í frítíma mínum.
Ég veit nú ekki alveg hvernig ég á að taka þessu hvort skrif þín sé háð og vandlæting í þér þarna sitjandi á hliðarlínunni. En þar sem nostalgía þýðir nú tregablandin eftirsjá þá túlka ég það þannig að þú sem hljópst um græna gólfið forðum hjá okkur saknir þeirra góðu daga sem þú áttir hér. En það er svona sem þessi afrekspakki er að stefna í um allt land, verkin sem þarf að vinna færast á örfáar hendur og þetta verður erfiðara og erfiðara að halda þessu úti og fá menn til að starfa við þetta. Þá verður mótlætið oft sárara sérstaklega ef það virðist vera ósanngjarnt. Varðandi lagið góða þá berð þú og þið meistaraflokksmenn þess tíma þegar þetta var samið líka ábyrgð hvernig til tókst, því þú sjálfur Elvar minn syngur þarna viðlagið góða hástöfum ásamt fleiri góðum afreksmönnum. Varðandi dómaramálin þá veist þú að ég hef áhuga á að þau séu í stöðugri skoðun og framför í takt við leikmennina sem íþróttina spila, en í fámenni þeirra stéttar þá virðist þetta verða oft of persónulegt og menn hörundsárir ef störf þeirra eru metin kalt eins og gengur og ég spái því að því miður eigi það skemmtilega starf eftir að verða erfitt úrlausnar ef ekki verður þar breyting á. Ég er á því að þetta megi laga þótt tímabundið verði það kostnaðarsamt með því að flytja inn tvo góða dómara ( annað eins flytja félögin inn af leikmönnum ) og taka upp þriggja dómara kerfi sem er það besta sem ég hef séð virka hér í húsi alla vega. Þá sjá menn skýrar sitt svæði á vellinum leikmenn fá meira aðhald og dómarar þurfa ekkert endilega að vera í aðalhlutverkinu á vellinum eins og oft er núna, giskandi á villur í gegn um mann og annan með ansi marga óánægða í kring um sig. ( sumir sækjast jú eftir því svo furðulegt sem það er ). En við höfum jú stjórn sambandsins sem hefur það hlutverk að passa að svona veigamikið atriði taki framförum. Kveð þig sáttur eftir ótrúlega skemmtilegan vetur og góðan árangur liðsins í deildinni.
Velkomin aftur í nostalgíuna í Borgarnesi þú og þín ágæta fjölskylda. Indriði
indridi (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 14:55
Sæll Indriði -það les ekki nokkur maður þetta bull hérna á blogginu mínu Indriði. Ég var alls ekki með háð í garð ykkar í Borgarnesi. langt frá því - umgjörðin var frábær og ég skemmti mér vel -
Söng ég viðlagið í þessu stuðningsmannalagi?
kv. Sig. Elvar
Sigurður Elvar Þórólfsson, 22.3.2007 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.