Miðvikudagur, 21.3.2007
120 spírur á ári fyrir íþróttaefni
Í þessari færslu er gert ráð fyrir því að enski boltinn verði á sérstöð hjá 365.
Það hefur ekki verið útskýrt hvernig þessu verður háttað.
Verður SÝN áfram eins og hún er dag?, með íslenskt íþróttaefni, F1, spænska boltann, golf, póker, tuddareið og fleira? -
Og þegar Ari Edwald talar um sér íþróttastöð fyrir enska boltann þá veltir maður því fyrir sér hvað þessi pakki á að kosta fyrir áskrifendur.
Ég hringdi í 365 í dag og spurði um verða á mánaðaráskrift á SÝN, -4.500 kr. á mánuði var svarið.
Ég spurði; Verður enski boltinn sýndur á SÝN??
Svarið var: "Ég veit það ekki fyrr en í maí.
Ég spurði; þarf ég þá að kaupa séráskrift að enska boltanum.
Svarið var: "Veistu að ég hef bara ekki heyrt frá yfirmanni mínum hvernig þessu verður háttað." -
Sem sagt ný stöð um enska boltann, og þeir sem eru áskrifendur hjá SÝN virðast þurfa að punga 3000-5000 kr. á mánuði til viðbótar fyrir enska boltann. Kannski verður verðið lægra eða hærra. Hef ekki hugmynd um það en í dag greiða áskrifendur hjá Skánum um 3000 kr. á mánuði fyrir enska boltann.
Eru Íslendingar tilbúnir að borga 8.000-10.000 kr. á mánuði fyrir íþróttaefni í sjónvarpi? Allt að 120.000 kr. á ári? - Ég held að ég fái mér frekar nýtt golfsett - árlega.
Það verður spennandi að fylgjast með þessu á næstu vikum og mánuðum.
Sirkus tengdur Stöð 2 og í lokaðri dagskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki málið bara að fá sér sky digital borgar 87.000. kr á ári og með nánast allt sem sýn og stöð 2 eru með
ir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 12:08
Böddi!
Helgi Mar (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 15:29
Hvað ertu að reykja Helgi????
kv. Sig. Elvar
Sigurður Elvar Þórólfsson, 21.3.2007 kl. 16:06
Jebb - nýtt sett - veit ekki með boltana - týni varla bolta og hef einnig afrekað að leika 36 holur í sveitakeppni með Bigga Bigg með sömu Titleist tuðrunni. Afrekskylfingar??
Sigurður Elvar Þórólfsson, 21.3.2007 kl. 18:19
þú hefðir þá kannski átt að taka eitthvað annað upp en 7-una, týna þá frekar einum bolta og ná að spila undir 90 höggum vissi að Biggi var ekki sáttur.....
kv.Baddi
Baddi Magg (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.