Byggt yfir fallhlífarstökkið

Ég veit ekki hvernig hægt er að toppa yfirbyggð knattspyrnuhús.

Jú, það mætti líka byggja yfir fallhlífarstökkið.

Börn og unglingar sem stunda fótbolta á Akranesi og víðar hafa það gott.

Tók að mér að stjórna æfingum hjá 5. fl. karla í gær í Akraneshöllinni.

Úti var grenjandi rigning og rok. Skítaveður. Strákarnir spörkuðu í boltann í 7 stiga hita í Akraneshöllinni. Logn, þurrt og frábært undirlag.Akraneshollin

Djöfull væri maður góður í boltanum ef þessi aðstaða hefði verið til fyrir 30 árum.

Man eftir voræfingum á malarvellinum í skítakulda og haglél dundi freknóttum kinnum. Boltinn fauk út á Langasand á frosnum vellinum, kaldir puttar, köld eyru og bláar tær. Kannski varð þetta til þess að herða mannskapinn. 

Hef heyrt af því að Skagamenn ætli að verða fyrstir allra til þess að byggja yfir fallhlífarstökkið. Það væri snilld.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þyrfti að rúma eitthvað fleira ein bara fallhlífarstökkið!  Fyrirmenn bæjarins eru svo hrifnir af öllu FJÖLNOTA.

kv.
KJR

KJR (IP-tala skráð) 12.4.2007 kl. 16:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband