Henry Birgir kann að telja

Samkeppni er til góða. Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu er duglegur að bloga/blogga og er hann yfir sig undrandi á því hve margir heimsækja bullið hans. Hann fékk um 400 heimsóknir áður en hann stofnaði bullið og yfir 1000 á fyrsta degi. Hólí krapp hvað búa eiginlega margir á Húsavík? baby_counting_pal_450
 
Henry kann að telja, ég hef séð það sjálfur. Hann er ekki viss um að Vísisteljarinn kunni að telja.
 
Talandi um talningu þá tel ég að það styttist í að faðir minn komi í 10.000 sinn inn á þetta bullsvæði mitt. Hann er sá eini sem veit af þessu og þar sem hann er hættur að vinna þá gerir hann lítið annað en að hanga inni á seth.blog.is og hlusta á útvarp Sögu.

Hér á eftir er færsla Henrys um talninguna á Vísi.  

Kemst ekki hjá því að minnast á þennan dýnamíska teljara sem fylgir síðunni. Þegar ég var að lemja þessa síðu saman í gærkvöldi, og hvergi kom fram að þessi síða væri til, þá voru heimsóknir þegar komnar í 400. Er það alveg eðlilegt?

Veit að margir fá mikið út úr því að fá sem flestar heimsóknir á síðuna sína og metnaðurinn til að klifra vinsældalistann á Moggablogginu leynir sér ekki hjá fjölmörgum bloggurum sem beita ýmsum brögðum til að vekja athygli á blogginu sínu.

Svo virðist sem taktík Vísis við að fá fólk yfir til sín frá Mbl sé sú að smyrja ofan á heimsóknartölurnar. Það er mín reynsla enda ekki break að tæplega 1000 manns séu búin að skoða þetta blogg sem tíu manns vita af.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, ég les'etta bull líka. Og Böddi eflaust...

Helgi Mar (IP-tala skráð) 18.4.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Hver fjandinn, Maran í tölvusambandi?, fékkstu ekki fimm ára dóm þarna úti í Fredrikshaven fyrir hveitið eða hvíta efnið sem þú varst með í bílnum sem að frænka þín á Þórshöfn ætlaði að flytja með sér heim? Helvíti eru þeir framarlega í hagsmunasamtökum fanga þarna úti?, MSN og allar græjur í klefanum. hmhmhmhm þett gæti verið gott kosningamál hérna á Íslandi., Helga heim. 

Sigurður Elvar Þórólfsson, 18.4.2007 kl. 10:49

3 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Hver fjandinn, Maran í tölvusambandi?, fékkstu ekki fimm ára dóm þarna úti í Fredrikshaven fyrir hveitið eða hvíta efnið sem þú varst með í bílnum sem að frænka þín á Þórshöfn ætlaði að flytja með sér heim? Helvíti eru þeir framarlega í hagsmunasamtökum fanga þarna úti?, MSN og allar græjur í klefanum. hmhmhmhm þett gæti verið gott kosningamál hérna á Íslandi., Helga heim. 

Sigurður Elvar Þórólfsson, 18.4.2007 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband