Seinþroska Steingeit

Stjórmálin geta verið skemmtiefni. Horfði á endursýningu á RÚV eftirsteingeit3 miðnætti í gær þar sem margt áhugavert var sagt í hita leiksins. Guðlaugur Þór frysti Ögmund með kaldri kveðju. Og var þetta í fyrsta sinn sem að hitastigið í þessu karpi fer yfir 0 gráður.

Margrét Sverrisdóttir og Magnús Þór Hafsteinsson hlið við hlið en höguðu sér eins og þau væru í fermingarveislu. Hefði viljað sjá nett olnbogaskot frá Margréti í Magnús. Það hefði gefið þessu enn meiri sjarma. Magnús hefði alveg þolað það, enda sterkur strákur. Og sjónvarpið hefði verið betra. Björgvin úr Samfylkingunni á sjaldan slæman dag í því að vera leiðinlegur. Alltaf jafnleiðinlegur. Er það kannski kostur í stjórnmálum? 

Það var mikið rætt um skólamálin í gær.

Allir hrikalega sammála - frelsi og engin samræmd próf.

Gott mál.

Árgangur '68 á Akranesi var notaður sem tilraunaverkefni á sínum tíma og sá árgangur tók ekki samræmd próf í 9. bekk (10. bekkur í dag).

Það skilaði fínum árangri og þeir sem náðu árangri á jólaprófunum fengu að demba sér í Fjölbrautaskólann strax í janúar.

Sumir höfðu þroska til þess að skilja þetta en Steingeitin sem er fædd næst síðasta dag ársins 1968 var ekki að fatta þetta á þeim tíma. Bjarni Ármannsson gerði það hinsvegar.

Helv. mistök að vera seinþroskaSJH%20Border Steingeit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband