Föstudagur, 27.4.2007
Er þetta fullt starf?
Fór með snillinginn minn í 5 ára skoðun á miðvikudag, er ekki að tala um bílinn, heldur yngsta soninn.
Læknir og hjúkrunarfræðingur, hæðin mæld og þyngdin, eyrun skoðuð og svo auðvitað sprautað í handlegg. Engin tár - en bara pínu vont.
Hjúkrunarfræðingurinn spurði við hvað ég væri að vinna - hvort ég væri enn að kenna íþróttir. Ég sagði henni að ég væri blaðamaður á Morgunblaðinu og búinn að vinna við það í sjö ár.
"Nú er það fullt starf?," spurði hún og brosti.
Hvað getur maður sagt?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og þú velur forsíðuna með "fyrstu fréttamyndinni", þar sem sagt var frá bróðurmorði.
Varstu svona pirraður á spurningunni??
Hvað átti konan annars við?
Ragnhildur Sverrisdóttir, 27.4.2007 kl. 16:28
Ég var fúll að fá ekki alveg eins plástur og sonurinn. Hann fékk bláann súpermann plástur en ég ekki neitt. Þess vegna var ég svona pirraður. Spurningin var að sjálfsögðu eðlileg. Þetta er ekki fullt starf, eins og þú veist sjálf.
Sigurður Elvar Þórólfsson, 27.4.2007 kl. 16:34
Nú farðu Blóðbankann maður. Þar færðu risaplástur.
Örlygur Steinn Sigurjónsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 17:41
Heill og sæll Örlygur...takk fyrir ábendinguna..hef reyndar aldrei gefið blóð...skammast mín fyrir það...
ég sé að þú ert óskráð IP tala....hvur djöfullinn er í gangi...við eigum að blogga eins og óðir menn til þess að hífa upp talninguna á mbl.is...þetta veistu maður.. þú gætir notað
heffaridáthettafjalloftareneinusinni.blog.is
ertiliaðtakaaukavaktirutarid2007anthessadroflayfirthvi.blog.is
orlygur,blog.is gæti líka gengið upp.
Sigurður Elvar Þórólfsson, 30.4.2007 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.