Skrifaði bara bull um Golden State Warriors

Dreg í land allt það vonda sem ég sagði um Golden State Warriors þann 1. mars s.l. gsw

Á þeim tíma var ég ekki heill heilsu og skrifaði bara eitthvað bull.

Golden State er að sjálfsögðu mitt lið, Dallas?, who cares.

Don Nelson er snillingur.

Kv. seth@ragnarreykás.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar Lind Hansson

Já, ég var einmitt að muna eftir því núna. Að þú ert sennilega eini stuðningsmaður Warriors á landinu. Vonum að þeir klári séríuna og vinni óvæntasta sigurinn í sögu NBA deildarinnar. Áfram Warriors!

Heiðar Lind Hansson, 30.4.2007 kl. 12:28

2 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Ég aldrei í Borgarnes fer

ég bara Borgnesinga ber..  

Nei við erum sko miklu fleiri - ásgeir guðbjartsson í Njarðvík var meira að segja með félagsmerkið húðflúrað í handleggnum á sér. held reyndar að hann hafi eitthvað fiffað það í seinni tíð.

Nú ert þú í ACL-félaginu (Anterior Cruciate Ligament) - þetta er bara spurning um smá vinnu - annars endarðu bara í golfinu eins og ég með björgunarhring dauðans.   

Sigurður Elvar Þórólfsson, 30.4.2007 kl. 13:46

3 identicon

Það eru nokkrir fleiri svona sérvitringar á klakanum. Ég þekki eina tvo sem halda með GSW og þeim leiðist ekki lífið núna. Það er enda sómi af stuðningsmönnum Warriors. Þeir eru svipað traustir, þrjóskir og blindir og stuðningsmenn Newcastle á Englandi.

BB (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 20:14

4 Smámynd: Sigurður Elvar Þórólfsson

Hei, hei, hei.. ekki blanda Newcastle í þetta... það var hinn hraði leikur Golden State sem vakti áhugann. Þeir voru með small ball árið 1989 og eru enn með small ball. Stærð er ekki kostur í körfubolta, það er mýta...

Sigurður Elvar Þórólfsson, 30.4.2007 kl. 23:50

5 identicon

Verstur fjandinn að Mullin er að spila small ball í GM herberginu líka með því að fylla hópinn af tvistum og þristum. Fyrirgef honum aldrei að moka þessum peningum í Foyle frænda þinn. 

Maður ársins hjá GS er samt maðurinn sem nær að tjasla Baron saman fyrir hvern einasta leik. Gaurinn er á felgunni og hefur ekki æft með liðinu í margar vikur!

Eftir á að hyggja sé ég að þetta þarna með Newcastle var óþarfi. Afsakaðu. 

BB (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband