Þriðjudagur, 1.5.2007
Warriors og Anja
Þar sem að ég hef verið dyggur stuðningsmaður Golden State Warriors í um tvo áratugi er okkar tími kominn. Baron Davis með easy þriggja stiga körfu í myndbrotinu hér fyrir neðan.
Man einhver eftir því þegar Denver Nuggets vann Seattle Supersonics í fyrstu umferð úrslitakeppninnar?
Fékk ábendingu um að Anja Andersen væri rugl-uð. Get alveg tekið undir það
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Íþróttir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta videó sýnir bara enn og aftur hvað handbolti er aftarlega á merinni. Öll þessi "slagsmál" gerast beint fyrir framan eftirlitsmanninn og það eina sem gerist er að Anja fær gult spjald. Magnað.
Annað sem er líka skondið, þetta er leikur í Meistaradeild Evrópu og liðin eru frá Slóveníu og Danmörku, dómararnir eru með stóra auglýsingu frá dönsku fyrirtæki og þ.á.m. vefslóð þess þar sem stendur stórum stöfum .dk
Djöfull getur verið að gaman að röfla um handbolta, sé alltaf betur og betur hvað þetta er vanþróðu íþrótt
Rúnar Birgir Gíslason, 1.5.2007 kl. 19:11
Sæll Rúnar -Þú varst að skammast yfir mbl.is vegna fréttaflutnings frá lokahófi KKÍ. Það er ekki fréttavakt á íþróttadeild á laugardagskvöldum.... þar með fara ekki fréttir inn sem koma til okkar fyrr en að morgni....svo einfalt er það...
Að öðru. Handboltinn er vissulega ekki með allt á hreinu en er körfuboltahreyfingin á alþjóðavísu með allt á hreinu. Klofið Evrópusamband... Euroleuge og FIBA-Euroleuge... Money talks þar á bæ og ef það tækist að sameina þetta dót væri karfan ekki lengi að koma sér á stall með UEFA í Evrópu. Með mikið peningastreymi til grasrótarinnar í Evrópu.
Sigurður Elvar Þórólfsson, 2.5.2007 kl. 09:59
Það er rétt Elvar, karfan í Evrópu er klofin, þó ekki eins klofin og hún var. En því miður er þetta svo. Fótboltaforystan notar þetta líka sem víti til varnaðar þegar G14 vilja stofna sér deild.
En mér finnst það léleg þjónusta hjá mbl.is að koma svona seint með fréttir af þessu. Og annað, var einhver Moggamaður á lokahófinu? Tek það fram að ég var þar ekki.
Rúnar Birgir Gíslason, 2.5.2007 kl. 13:45
Hvaða netfang ertu með Rúnar?
Sigurður Elvar Þórólfsson, 2.5.2007 kl. 14:59
Sendi þér póst félagi.
Vil þó hafa það á hreinu hér á opinberum vetfangi að þegar þú ert á vakt þá stendur Mogginn sig. Viðtal við Benna t.d. um daginn var magnað. Umfjöllun ykkar í kringum úrslitaleiki Lýsingarbikarsins var frábær.
En maður vill alltaf meira.
Rúnar Birgir Gíslason, 2.5.2007 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.