Mánudagur, 21.5.2007
Sumir eru jafnari en aðrir á dönskum dögum.......
Sumir eru jafnari en aðrir hefur löngum verið hefðin á íþróttaviðburðum á Íslandi. Samanber þessa færslu hér á seth.blog.is frá 13. mars. s.l. þá er ekkert nýtt undir sólinni í umræðu um áfengi og HBG á Fréttablaðinu er með fínar pælingar um þetta efni á blogginu sínu.
Henry er einnig ánægður með að hafa fundið upp fyrirsögnina Danskir dagar... sem birtist í þremur dagblöðum eftir 2:1-sigur Vals gegn Fylki. Þessi fyrirsögn birtist fyrst að ég held í lok maí árið 2003...
Föstudaginn 30. maí, 2003 - Íþróttir
"Danskir dagar" á Kaplakrika
ÞAÐ má segja að "danskir dagar" séu í herbúðum FH-liðsins þessa stundina þar sem dönsku leikmennirnir Tommy Nielsen og Allan Borgvardt láta mikið að sér kveða.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Elsku kallinn minn,
Numero uno. Það var mojito félagi þinn sem talaði um danska daga og þú ert mjög óvænt búinn að tapa húmornum ef þú sérð ekki að hann er að grínast með að hinir séu að "herma". Ekkert talað um að eigna sér neitt.
Þú mátt aftur á móti alveg eiga það í friði að hafa byrjað með danska daga kæri vinur ef þú tekur þetta svona nærri þér. Spurning að sækja um einkaleyfi??
HBG (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 23:41
Sjitt verður þetta eins og Smáralindarfærslan hjá G. Kolbeins... hefði kannski betur sleppt þessu...
Ég fæ ekki blöðin hér á Skaganum og danskir dagar fóru því alveg framhjá mér.... annars hef ég aldrei haft neinn húmor... eins og þú veist kallinn minn....
danskir dagar eru að sjálfsögðu skráð vörumerki á seth með ISO vottun "Hólmurinn 2005" -
Sigurður Elvar Þórólfsson, 22.5.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.