Þriðjudagur, 5.6.2007
"Miðbuna"
Þetta minnir á frétt af ökumanni sem lögreglan á Akranesi náði að klófesta á dögunum. Kannski það hafi verið Goggi Mikk sjálfur.
Með tónleika á Barbró,
Kannski?
Lyfjakokkteill? - Man reyndar sjálfur eftir skemmtilegu rugli á Sjúkrahúsi Akraness fyrir mörgum árum.. var að jafna mig eftir stóra aðgerð á hné og fékk slatta af morfíni til þess að lina þjáningarnar.
Morfín er gott stöff en líklega ekki gott stöff til lengri tíma litið.
Skildi samt ekkert í því þegar hjúkrunarkonan var alltaf að biðja um þvagsýni á hverjum einasta morgni og krafan var að ég skilaði af mér "miðbununni"...
Ég var ekki alveg að fatta þetta?
Miðbunan?
Það er ekki eins og karlmenn séu með garðúðarar framan á sér? og úða þessu í allar áttir? Eða hvað?
Fékk skýringu á þessu mörgum árum síðar... þetta var víst ekki svona flókið...maður byrjar, hættir og byrjar aftur sem er skilgreint sem miðbuna, hættir og byrjar síðan aftur og lýkur verkefninu.
Grindarbotnsæfing fyrir karlmenn.
djöfull getur maður verið ruglaður á "lyfajkokkteil".
Michael ók undir áhrifum lyfjakokkteils" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hahaha!! Það þurfti nú ekki morfín eða önnur sljóvgandi lyf til að ég næði að misskilja miðbunu-konseptið. Fannst nógu helvíti hart að þurfa að hitta í þvagprufglasið ... hvað þá að reyna að ná miðjunni úr buninni í það. Hringdi í lyfjafræðing í apóteki til að fá nánari leiðbeiningar og þakkaði pent og lagði varlega á þegar þær höfðu síast inn.
Hugarfluga, 5.6.2007 kl. 10:30
Morfín, já. Rifbrotnaði beggja megin stuttu eftir að ég lauk vaktakeppni á mbl. haustið 2005 (góður tími en verst að ég vann lítið sem ekkert með þér Seth, varst í þriggja mánaða fríinu). Fékk morfín enda kallinn næstum hættur að geta andað (slæmt). Gott að fá morfín en ég gat bara ekki migið né teflt við Páfann í þó nokkurn tíma á eftir. Engin buna, nema með mikilli hörku og einbeitningu, og hitt var bara steypa! Bestu kveðjur, Svanur
Svanur Már Snorrason (IP-tala skráð) 12.6.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.