Laugardagur, 9.6.2007
Grár boxpoki
Þetta kemur mér ekkert á óvart. Var á Smáþjóðaleikunum á Möltu árið 2003 og þar var heitt í kolunum í leikjum Kýpur..
Vonandi fær þessi leikmaður langt keppnisbann en FIBA hefur alls staðið sig í því að úrskurða menn í löng keppnisbönn fyrir svona hluti.
Gaurinn var greinilega með eitt á hreinu.. hann hjólaði ekki í konuna sem var að dæma leikinn...en það er gott mál að konur séu að hasla sér völl á þessu sviði..
Ráðist á dómara í sögulegum sigri Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér skildist á mínum mönnum að allur bekkur Kýpverjanna hafi mætt yfir á hinn bekkinn í hasar.
En Íslendingarnir brugðust víst rétt við og vörðu sig en svöruðu ekki fyrir sig.
Framkvæmdstjóri FIBA sem var eftirlitsmaður á dómaraborði hrósaði altént Íslendingum fyrir hvernig þeir brugðust við.
En Óskar Nikk var með cameruna á réttum stað og þetta ætti að vera sýnt á RÚV í kvöld.
En vonandi fá Kýpverjar stóra sekt, FIBA þarf að sýna að svona á ekki heima í íþróttum líka og UEFA er að reyna að gera með dómnum yfir Dönum. En það er annað mál.
Rúnar Birgir Gíslason, 9.6.2007 kl. 17:57
Ég myndi samt segja að þetta sé alvarlegra, vegna þess að hér eiga leikmennirnir sjálfir í hlut. Það á ekki að fyrirgefa svo auðveldlega, vegna þess að þeir eiga að vera til fyrirmyndar.
Sigurjón, 9.6.2007 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.