Púff - líkbíll og gott par...

Púff - þetta var erfið helgi.. magnað brúðkaup hjá Árna og Björgu...og eftirminnilegir atburðir aðfaranótt sunnudags...  - þið hefðuð átt að sjá svipinn á afgreiðslukonunni í bílaapótekinu í Kópavogi þegar ég mætti á bílnum sem var fullur af bjórkútum úr brúðkaupinu og bað um Alkazeltser...hmhmhmhm..... bíllinn var líkbíll í orðsins fyllstu merkingu.....smekkfullur af kútum og dælubúnaði...

Miðnæturgolfið í gær var einnig skemmtilegt.. tveir danskir snillingar að upplifa eitthvað sem þeir hafa aldrei gert áður.. sá gamli (Þórólfur Ævar) átti högg dagsins.. setti hann inn á grín í drævinu á 10. á Garðavelli um 230 metrar.. helv. gott hjá manni á þessum aldri... við leituðum að boltanum í um 5 mínútur áður en við áttuðum okkur á því að hann var á flötinni... segi honum það seinna að ég henti boltanum inn á flötina af um 20 metra færi þegar ég fann hann í röffinu.. djók...

Birgir Arnar Birgisson stórkylfingur úr Leyni átti einnig fín tilþrif í gær.. týndi upphafshögginu á 3. braut sem er par 3.. hann sló þriðja höggið af teig.. og setti boltann ofaní holuna af um 120 metra færi.. þetta heitir gott par...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband