Þriðjudagur, 10.7.2007
Mannvonska og VIPP
Frábært að tveir íslenskir ofurhugar reyni við Ermasundið nánast samtímis....tilviljun að þeir bera báðir nafnið Benedikt.....að öðru.. það er allt að verða vitlaust í blog(g)heimum útaf skrifum Ólafs Rafnssonar forseta ÍSÍ á heimasíðu ÍSÍ....áfengið og VIP-gestir eru m.a. umfjöllunarefni Ólafs..eftirfarandi klausa úr pistli hans Ólafs vakti athygli mína
Um allan heim telst svokallað v.i.p. nauðsynlegur og sjálfsagður hluti íþróttaviðburða, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Íslensk íþróttahreyfing er að verða alþjóðlegri líkt og flest önnur svið okkar samfélags. Velvilji og stuðningur styrktaraðila er alþjóðlegt einkenni íþróttahreyfingarinnar sem sannarlega nýtur minni opinberra framlaga en ýmsir telja. Það ætti því að vera sameinlegt hagsmunamál okkar allra að hlúa að þeim atriðum sem efla íþróttir fremur en að grafa undan þeim. Bið ég okkar frábæru stétt íþróttafréttamanna að reyna með jákvæðum og fordómalausum hætti að sjá þá hlið mála. Það býr engin mannvonska að baki þessu fyrirkomulagi.
Ég er ósammála Ólafi að það felist engin mannvonska að baki því að VIP gestir fái aðgang að áfengi á meðan "aðrir" gestir fá ekki aðgang að áfengi.. Þetta er nefnilega bara svona ON/OFF dæmi.
Eru 8.000 áhorfendur sem mæta á landsleik í fótbolta ekki að sýna velvilja og stuðning með því að greiða sig inn á völlinn..hvað þurfa menn að greiða til þess að komast í VIPPIÐ? -
Það væri reyndar gott ráð að byrja á því að bera helv. helling af áfengi í blaðamannastéttina á öllum viðburðum hér eftir........það er góð og gömul hefð sem hefur því miður hefur ekki verið haldið hátt á lofti á undanförnum árum.....ég veit að þetta myndi svínvirka....
Svo erum við líka alltaf í bestu sætunum á vellinum, fáum frítt á völlinnn..og sjáum stundum alveg allt sem fram fer í "vinnunni"... -
ÍSÍ er með um 170.000 félagsmenn í sínum röðum..frábært starf unnið á mörgum sviðum í grasrótinni og í afreksstarfinu... en hversvegna er áfengi á íþróttaviðburðum TABÚ árið 2007??? Er litið svo á að VIPPARAR kunni að fara með áfengi en aðrir ekki?
Ólafur bendir réttilega á að margir viðburðir á vegum hins opinbera eru "fljótandi" í áfengi án þess að mikið sé fjallað um það í fjölmiðlum..það er alveg rétt en hver er munurinn á því að selja bjór í leikhúsi, á tónleikum, listaviðburði eða íþróttaviðburði?..á þessum viðburðum er fólk eins og ég og þú..og til þess að koma í veg fyrir miskilning þá er ég ekki að mæla með því að unglingar fái aðgang að áfengi á slíkum viðburðum.
Stutt saga af ógleymanlegri ferð á HM í Portúgal...
Á HM í handbolta í Portúgal árið 2003 sat ég ásamt vinnufélaga mínum með pappaspjald á fótunum í áhorfendastúku í milliriðli keppninnar...það var blaðamannastúkan.. sveittur Spánverji í netabol hvatti sitt lið af krafti og sá til þess að það var ekki "vinnufriður" - en því má ekki gleyma að við fengum jú frítt inn og það var bjór í boði fyrir alla sem það vildu....VIPpARA, blaðamenn og líka sveitta Spánverja í netabol...
Þurfti að hætta þegar 2,4 km voru eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.