Laugardagur, 28.7.2007
Aukið álag á íþróttafréttamenn
Þetta þýðir bara aukið álag á íþróttafréttamenn landsins... hver skilur ítölsku by the way..talandi um íþróttafréttamenn...
Við sem erum í samtökum íþróttafréttamanna fengum boð frá KSÍ með tölvupósti kl. 15:51 í gær þess efnis að okkur væri boðið að vera viðstaddir vígslu nýrra KSÍ höfuðstöðva í Laugardag.
Takk fyrir túkall..boðið sent með 26 stunda fyrirvara og menn vinsamlegast beðnir um að láta vita ef þeir ætluðu að mæta.
Ég ætla hér með að láta vita með formlegum hætti að ég sá ekki boðsbréfið fyrr en hálftími var liðinn af opnunarhófinu í dag.
Það kemur fyrir að íþróttafréttamenn skoða ekki tölvupóst í 1-2 daga þegar þeir eru í fríi...
Samsæriskenning nr. 1. Ég held að einhver stór sponsor KSÍ hafi ekki getað fyllt þau sæti sem í boði voru...þeir hafa látið vita rétt fyrir kl 15:30 í gær og þá var íslensku íþróttapressunni boðið að taka þátt....kannski hef ég ekki rétt fyrir mér en kenningin er góð. og ég kenni Henry Birgi alfarið um að okkur ekki boðið að drekka frítt í boði KSÍ... skál fyrir því Platini og Henry..
Emil seldur frá Lyn til Reggina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Talandi um íþróttafréttamenn og hvað þið eruð merkilega slakir þá langar mig að vita af hverju hefur enginn pikkað upp þessa frétt:http://sport.scotsman.com/index.cfm?id=1154562007
Já Eggert Jónsson leikmaður Hearts var í gær að spila með liði sínu á móti Barcelona.
snorri (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 01:37
Já Henry og bjórumræðan hans búin að skemma fyrir stéttinni. Það er ekki hægt að ætlast til að ykkur sé boðið á svona samkomu, annars flokks þegnum!!!!!!! Ætli KSÍ forystan fylgist ekki með blogginu hans Henry og séð að hann væri í sumarbústað og því ákveðið að henda út einu boði til ykkar hinna. Spurning hvort þú hafi misst af miklu. Platini verður á Rey-Cup í dag ef þú vilt hitta hann.
kv.
KJR
kjr (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 09:47
Það eru mörg ár liðin. Þetta var árið 1978, Skagamenn unnu sína fyrstu bikarmeistaratign. Það var smá forleikur (ekki hugsa um kynlíf). 7. eða var það 6. flokkur lék lék á undan alvöru úrslitaleiknum. Einn af leikmönnum ÍA í þessum flokki var Elvar (SETH) - hann var helvíti góður (eða mig langar til að muna það á þann veg). Mig minnir að Skaginn hafi unnið leikinn 8-1. Gamall Valsari segði rétt fyrir ofan mig í stúkunni- þegar leik litlu strákanna lauk: "Þetta Helvíti er fyrirboði". Það reyndist rétt!
GuðmundurB (IP-tala skráð) 30.7.2007 kl. 01:44
Sæll Guðmundur Vatnsleysa.. 6. flokkur var það heillinn við vorum 10 ára... úrslitin eru rétt og að sjálfsögðu fékk ég þrjú M í Mogganum.. var hægri bakvörður og var 20 x dæmdur rangstæður í leiknum....þetta lið varð Íslandsmeistari í 5. fl. árið 1980..eftir úrslitaleik gegn Val....
Sigurður Elvar Þórólfsson, 30.7.2007 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.