Hannah samkjaftar aldrei

Það er ekki oft sem maður situr í grasbrekkunni á Fylkisvellinum og horfir á leik.

Græni blaðamannaskúrinn var ekki mitt svæði í kvöld enda var stórfjölskyldan á leiknum eftir Esjugönguna. (Við komumst í grunnbúðirnar en reynum við tindinn síðar. Krækiberin töfðu gönguna).

Ég hef ekki séð Fylki spila frá því í fyrstu umferð Íslandsmótsins en það var stórkostlegt að heyra og fylgjast með varnarmenninum David Hannah í leiknum í kvöld. Maðurinn þagnar ekki... alltaf að segja sínum mönnum til, dómarinn fær að heyra það og allir aðrir sem í kringum hann eru. Eina skiptið sem hann þagnaði var þegar hann lá í grasinu í framlengingunni og virtist illa meiddur.

Reynsluboltinn lá eins lengi og hann þurfti en kom síðan eldsprækur inná. Ég held að fáir tali meira í fótboltaleik en Hannah. Hann hefur aldrei samkjaftað...

Græni eiturgræni vinnuskúrinn sem hefur verið aðstaða fyrir fjölmiðlamenn til bráðabirgða í nær áratug var þéttsetinn. Ég nappaði kaffibolla og það tveimur áður en Bjarni Fel náði að snúa sér við. "Benedikt, Benedikt, það er hornspyrna á Fylkisvelli," var það síðasta sem ég heyrði áður en ég laumaðist út með kaffið.

Talandi um áreiti í vinnunni. Hvernig eiga menn að geta unnið í litlu rými þegar verið er að lýsa í útvarpi frá sama svæði.. Óþolandi. Ef þetta heldur svona áfram er líklegt að nýtt Geirfinnsmál sé í uppsiglingu. Útvarpsmenn munu hverfa. Ég var nálægt því á leik FH-KR að mig minnir í fyrra. Einn gaur frá KR-útvarpinu í blaðamannaaðstöðunni í Kaplakrika og sá talaði samfellt í farsímann í 45 mínútur. Þegar hann þagnaði í hálfleik benti ég honum með mikilli kurteisi að "drulla" sér í burtu.. Hvað er í gangi.. að lýsa í útvarpi við hliðina á blaðamönnum sem eru að reyna að einbeita sér að verkefninum og punkta eitthvað hjá sér.. þetta var röfl.. tuðið kemur síðar.

 



mbl.is Halldór skoraði tvö og kom Fylki í undanúrslit VISA-bikarsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfull er ég sammála þér með þessa útvarpsmenn, og þá sérstaklega KR-ingana sem, líkt og Hannah, samkjafta ekki allan leikinn. Þeir vanda þó betur munnsöfnuð sinn en Skotinn.

Annars gaman að því Benedikt skyldi takast að lýsa marki Blika áður en þessi blessaða hornspyrna var tekin. Það var vel gert hjá honum.

Sindri (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband