Mánudagur, 20.8.2007
Vísir skúbbar í kvennaboltanum
Stórskúbb á Vísir.is........
Dregið hefur verið í milliriðla evrópukepppni félagsliða kvenna. Valsstúlkur voru í pottinum eftir frækilega frammistöðu þeirra í milliriðlum í Færeyjum fyrir skömmu. Milliriðlarnir verða leiknir í Belgíu en auk Vals eru Everton, Frankfurt og Rapide Wezemaal frá Belgíu í riðlinum. Leikið verður daganna 11. - 16. október.
Frá því á þriðjudag hefur þetta legið fyrir..
Íþróttir | mbl.is | 14.8.2007 | 17:09
Valskonur unnu stórsigur í síðasta leiknum
Valur vann í dag hollensku meistarana í Den Haag, 5:1, í síðasta leik sínum í fyrstu umferð Evrópukeppninnar, en leikið var í Færeyjum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk leiksins, á 7. og 19. mínútu, og Dagný Brynjarsdóttir kom Val í 3:0 tæpum tíu mínútum fyrir leikhlé. Í seinni hálfleik bætti Nína Ósk Kristinsdóttir við tveimur mörkum áður en þær hollensku skoruðu sitt eina mark.
Valskonur höfðu reyndar fyrir leikinn tryggt sér sæti í annarri umferð riðlakeppninnar, en hún fer fram dagana 11.-16. október. Þar mætir liðið þýsku meisturunum í Frankfurt, enska liðinu Everton og Belgíumeisturum Wezemaal.
Athugasemdir
Röfl dagsins: Síðan hvenær er opinn dráttur í Evrópukeppni skúbbfrétt?
Tuð dagsins: Er þetta virkilega eitthvað til að hreykja sér mikið af?
Skál.
HBG (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 18:21
Þingeyska loftið enn í lungunum á þér?? þetta átti að vera fyndið..
Fyrstir með fréttirnar -
Skál fyrir því
Sigurður Elvar Þórólfsson, 21.8.2007 kl. 18:25
Þetta var fyndið.
HBG (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 18:43
Annars er slagur um þetta ágæta slagorð því DV hefur einnig slegið eign sinni á það þrátt fyrir að fara snemma í prentun og koma út nokkra daga í viku.
Magnað.
HBG (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 18:44
Það sem var fyndið við þetta er að það var ljóst eftir síðasta leik Vals hverjir mótherjarnir yrðu... það var fyrir rúmri viku síðan.. fyndið...
Sigurður Elvar Þórólfsson, 21.8.2007 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.