Mánudagur, 27.8.2007
Old school ...tveir góðir......
Afhverju fékk ég aldrei svona í jólagjöf?
Dominique Wilkins náði aldrei að slá í gegn því hann tapaði alltaf í samanburðinum við Michael Jordan - en þeir komu inn í NBA á svipuðum tíma. Wilkins var skemmtikraftur, og gat stokkið yfir heilu liðin áður en hann tróð boltanum í körfuna. En vann aldrei titil í NBA.......
Það voru fleiri leikmenn sem voru "heitir" á þessum árum í Atlanta Hawks... Spudd Webb að sjálfsögðu.. vann troðkeppnina og allt.. Aðeins 1,69 m. á hæð og vann troðkeppnina árið 1986. Körfuhringurinn er í 3,05 m. hæð. Spudd var maðurinn og á myndinni má sjá að hann var ekki með neitt harpix í lúkunum að reyna troða með "Einari" eins og svo margir aðrir í þessum hæðarflokki. Þess má geta að síðuhaldari er 1,83 m. þrátt fyrir að menn úr læknastétt hafi úrskurðað að 1,79 m. sé hin opinbera tala. Bölvað kjaftæði og ég gat líka troðið (með harpix, aleinn í húsinu, og oftar en ekki á minikörfunar)...
Athugasemdir
Ég sá síðuhaldara eitt sinn (jafnvel oftar en einu sinni) stökkva jafnfætis og troða með báðum í upphitun á leik KR og Skallagríms á Nesinu, líklega um ´93, eða hérumbil. Fór hann frekar létt með það, að því er mér sýndist. Kv, Svanur
Svanur Már Snorrason (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 17:42
Þakka hrósið Svanur. Þú segir engum frá því en körfurnar á Nesinu voru lægri en aðrar körfur í landinu....
Þetta var mun erfiðara á græna dúknum í Borgarnesi - versta íþróttagólfi sögunnar.. því að þakka að maður er bara í golfi í dag.
Sigurður Elvar Þórólfsson, 30.8.2007 kl. 23:55
Þú GAST nú reyndar stokkið hér í den - það verður ekki af þér tekið. En ég sá Palla Kolbeins eitt sinn troða afturfyrir sig í sama húsi, það kannski skýrir málið eitthvað, þótt Palli hafi frekar auðveldlega náð uppí hring.
Ps. En hvað með körfurnar í Njarðvík - voru þær í lægri kantinum? Spyr bara af því að ég (188,5 cm á hæð) tróð þar í fyrsta sinn á ævinni (og eitt af fáum skiptum) er ég var seytján vetra, og meira að segja með stórum. En þarna var líka toppnum náð. Kv, Svanur
Svanur Már Snorrason (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 01:22
Þetta var voðalega misjafnt.. körfurnar í Njarðvík eru líklega í réttri hæð en gólfið er það besta á landinu..eins og að vera á trampólíni..en það er afrek að troða þegar menn eru 188,5 m. á hæð og sögurnar verða bara betri eftir því sem maður eldist og þyngist.. Palli Kolbeins var bara gormur.. og hann gat troðið hvar sem er...Guðni Guðna líka, Teitur Örlygs, Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari var svakalegur gormur, Bárður Eyþórs.....
Sigurður Elvar Þórólfsson, 31.8.2007 kl. 10:11
Já, sögurnar verða betri og betri og fortíðin alltaf glæsilegri og glæsilegri! Bestu kveðjur, Svanur
Svanur Már Snorrason (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.